Fara í efni
Umræðan

Næstsíðasta umferð Bónusdeildar kvenna

Úr leik Þórs og Hauka í Íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í vetur. Hollendingurinn Esther Fokke lengst til vinstri og næst henni er hin belgíska Lore Devos, fyrrverandi leikmaður Þórs. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs í körfuknattleik mætir Haukum, toppliði Bónusdeildarinnar, á útivelli í kvöld, í næstsíðustu umferð deildarinnar. Haukar geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en Þór er í harðri baráttu við Njarðvík og Keflavík um 3. sæti deildarinnar. Haukar hafa unnið 17 leiki, Njarðvík er í 2. sæti með 15 sigra, Þór í 3. sæti með 13 sigra og Keflavík hefur unnið 12 leiki.

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik, A-hluti
    Ásvellir í Hafnarfirði kl. 19:15
    Haukar - Þór

Þór og Haukar hafa mæst þrisvar í vetur. Þór vann heimaleikinn í deildinni, 86-80, sem og viðureign þessara liða í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins, 94-87. Haukar unnu á sínum heimavelli, 94-85. Tap Þórsliðsins í Hafnarfirði var það síðasta fyrir 12 leikja sigurhrinu í deildinni og bikarkeppninni.

Leikur Þórs gegn Haukum í kvöld er sá síðasti hjá Þórsliðinu fyrir undanúrslitaleikinn gegn Grindvíkingum sem fram fer í Smáranum í Kópavogi þriðjudaginn 18. mars.

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00