Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skipar 1. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Í öðru sæti á listanum er Þorgrímur Sigmundsson, verktaki og varaþingmaður, í þriðja sæti Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi og fjórða sætið skipar Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf.
Listi Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í heild sinni:
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins
- Þorgrímur Sigmundsson, verktaki
- Ágústa Ágústsdóttir, verktaki og ferðaþjónustubóndi
- Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf
- Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur
- Ragnar Jónsson, bóndi og bifvélavirki
- Karl Liljendal Hólmgeirsson, meistaranemi í fjármálum
- Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, diploma í verslunarstjórnun og ilmolíufræðinemi
- Pétur Snæbjörnsson, ráðgjafi
- Ingunn Anna Þráinsdóttir, b.des. Í grafískri hönnun
- Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi
- Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, móttökuritari og sjúkraflutningamaður
- Þorbergur Níels Hauksson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri
- Steingrímur Jónsson, byggingafræðingur og húsasmíðameistari
- Sigurður Ragnar Kristinsson, skipstjóri
- Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari
- Jón Elvar Hjörleifsson, bóndi
- Benedikt V. Warén, eldri borgari
- Heimir Ásgeirsson, eigandi Eyjabita og ferðaþjónustubóndi
- Sverrir Sveinsson, eldri borgari