Fara í efni
Umræðan

Flokkur fólksins hefur birt framboðslistann

Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, eins og Akureyri.net hefur þegar greint frá. Flokkurinn birti í dag framboðslistann í kjördæminu í heild.

Sigurjón starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Hann „hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó,“ segir í tilkynningu dagsins.

Katrín Sif Árnadóttir þjálfari og varaþingmaður flokksins skipar 2. sæti listans og Sigurður H. Ingimarsson tónlistarkennari er í 3. sæti. Tinna Guðmundsdóttir sjúkraliðanemi skipar 4. sæti listans.

Listinn í heild er sem hér segir:

  1. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki
  2. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, Akureyri
  3. Sigurður H. Ingimarsson, tónlistarkennari, Akureyri
  4. Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi, Akureyri
  5. Sigurður Vikar Karlsson, álversstarfsmaður Alcoa, Egilsstöðum
  6. Bjarni Reykjalín Magnússon, útgerðarmaður, Grímsey
  7. Ásdís Árnadóttir, eldri borgari, Akureyri
  8. Guðni Þórir Jóhannsson, sjómaður, Djúpavogi
  9. Ida Night Ingadóttir, sjúkrahússtarfsmaður, Húsavík
  10. Ingþór Eide Guðjónsson, öryrki, Stöðvarfirði
  11. Ásta G Hafberg Sigmundsdóttir, markaðsstjóri, Hörgársveit
  12. Guðjón Freyr Ragnarsson, sjómaður, Akureyri
  13. Hilmar Daníel Valgeirsson, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði
  14. Linda Viðarsdóttir, matráður, Stöðvarfirði
  15. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík
  16. Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, öryrki, Egilsstöðum
  17. Einar Emil Pálsson, framleiðslustarfsmaður, Ólafsfirði
  18. Arlene Velos Reyes, saumakona, Akureyri
  19. Júlíana Kristín Ástvaldsdóttir, húsmóðir, Akureyri
  20. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, umsjónarmaður, Ólafsfirði

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00