Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, eins og Akureyri.net hefur þegar greint frá. Flokkurinn birti í dag framboðslistann í kjördæminu í heild.
Sigurjón starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Hann „hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó,“ segir í tilkynningu dagsins.
Katrín Sif Árnadóttir þjálfari og varaþingmaður flokksins skipar 2. sæti listans og Sigurður H. Ingimarsson tónlistarkennari er í 3. sæti. Tinna Guðmundsdóttir sjúkraliðanemi skipar 4. sæti listans.
Listinn í heild er sem hér segir:
- Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki
- Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, Akureyri
- Sigurður H. Ingimarsson, tónlistarkennari, Akureyri
- Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi, Akureyri
- Sigurður Vikar Karlsson, álversstarfsmaður Alcoa, Egilsstöðum
- Bjarni Reykjalín Magnússon, útgerðarmaður, Grímsey
- Ásdís Árnadóttir, eldri borgari, Akureyri
- Guðni Þórir Jóhannsson, sjómaður, Djúpavogi
- Ida Night Ingadóttir, sjúkrahússtarfsmaður, Húsavík
- Ingþór Eide Guðjónsson, öryrki, Stöðvarfirði
- Ásta G Hafberg Sigmundsdóttir, markaðsstjóri, Hörgársveit
- Guðjón Freyr Ragnarsson, sjómaður, Akureyri
- Hilmar Daníel Valgeirsson, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði
- Linda Viðarsdóttir, matráður, Stöðvarfirði
- Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík
- Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, öryrki, Egilsstöðum
- Einar Emil Pálsson, framleiðslustarfsmaður, Ólafsfirði
- Arlene Velos Reyes, saumakona, Akureyri
- Júlíana Kristín Ástvaldsdóttir, húsmóðir, Akureyri
- Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, umsjónarmaður, Ólafsfirði