Fara í efni
Umræðan

Logi áfram oddviti Samfylkingarinnar

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, verður í efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi við komandi alþingiskosningar. Logi var formaður Samfylkingarinnar við síðustu kosningar og skipaði þá einnig 1. sæti í kjördæminu.

Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er í öðru sæti listans nú, í þriðja sæti er Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fjórða sætið skipar Sindri Kristjánsson lögfræðingur.

Framboðslistinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í morgun. Fundurinn var haldinn á Akureyri. Í heiðurssætinu er Ólafur Ármannsson, framkvæmdastjóri bílaverkstæðisins Bílar og vélar á Vopnafirði.

„Við erum tilbúin til þjónustu“

„Við í Samfylkingu höldum full sjálfstrausts í kosningabaráttuna. Við erum tilbúin til þjónustu, fáum við til þess traust í kosningunum, eftir markvissa vinnu síðustu tvö árin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns,“ segir Logi Einarsson tilkynningu sem send var út að loknum fundi kjördæmisráðsins í morgun.



„Liður í því eru vel á annað hundrað opnir fundir um land allt þar sem við höfum rætt við fólkið í landinu um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi. Hvernig við getum passað upp á efnahagsmálin, heilbrigðis- og skólamálin, atvinnu og samgöngur, húsnæði og lífskjör fólks frá degi til dags. Þarna hefur fráfarandi ríkisstjórn algjörlega brugðist, því miður, en við í Samfylkingu bjóðum trausta forystu um breytingar,“ segir Logi.

„Þetta er fjölbreyttur hópur frambjóðenda og við hlökkum til að leggja í hann og að hitta fólk sem víðast í þessu stóra og fallega kjördæmi. Það er sannfæring mín að mjög margt fólk vilji sjá breytingar í þágu almennings eftir kosningar og sé tilbúið í nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur.“

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

1. Logi Einarsson, alþingismaður
2. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari VA
3. Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur RHA
4. Sindri Kristjánsson, lögfræðingur
5. Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóri hjá Matís í Neskaupstað
6. Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri
7. Ásdís Helga Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Afli
8. Jóhannes Óli Sveinsson, stuðningsfulltrúi
9. Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við HA
10. Benóný Valur Jakobsson, verslunarmaður
11. Valborg Ösp Á. Warén, verkefnastjóri
12. Nói Björnsson, formaður íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
13. Elsa María Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
14. Birkir Snær Guðjónsson, hafnarvörður
15. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri
16. Reynir Ingi Reinhardsson, lögfræðingur
17. Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri
18. Árni Gunnarsson, bóndi í Sveinungsvík
19. Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og alþingismaður
20. Ólafur Ármannsson, framkvæmdastjóri

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45