Fara í efni
Umræðan

Rúnar Sigtryggsson framlengir hjá Leipzig

Rúnar Sigtryggsson brosandi á hliðarlínunni með Leipzig. Mynd: Klaus Trotter - scdhfk-handball.de.

Akureyringurinn og handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson undirritað nýjan samning við SC DHFK Leipzig í þýsku Bundesligunni. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greindi fyrst frá.

Rúnar hefur þjálfað liðið frá því í nóvember 2022, en undir hans stjórn leika meðal annarra tveir Íslendingar, sonur hans Andri Már og Viggó Kristjánsson. Þegar Rúnar tók við liðinu var það í erfiðri stöðu á botni Bundesligunnar, efstu deildar í Þýskalandi, en honum tókst að snúa gengið liðsins við og ná 11. sætinu á því tímabili og svo 8. sætinu síðastliðið vor. 

Nýr samningur Rúnars gildir til loka tímabilsins 2026-27.


Handknattleikslið HC DHFK Leipzig. Rúnar er annar frá vinstri í fremstu röð, en með liðinu leika Íslendingarnir Andri Már Rúnarsson (4) og Viggó Kristjánsson (73). Myndin er af vef félagsins.

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45

Bleikur dagur

Ingibjörg Isaksen skrifar
23. október 2024 | kl. 13:30