Fara í efni
Umræðan

KA-menn og Þórsarar á útivöllum í dag

Daníel Hafsteinsson fagnar marki gegn Fram á Greifavelli KA í sumar. Á innfelldu myndunum eru KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Þórsarinn Baldur Örn Jóhannesson. myndir: Skapti Hallgrímsson

Karlalið KA í knattspyrnu og handknattleik og karlalið Þórs í körfuknattleik verða í eldlínunni á útivöllum í dag. Knattspyrnulið KA mætir Fram í Úlfarsárdal í Reykjavík, handboltamenn félagsins fara til Eyja og Þórsarar leika í Garðabæ.

  • Besta deild karla í knattspyrnu - neðri hluti
    Lambhagavöllurinn kl. 14
    Fram - KA

Síðasta umferðin fer fram í dag. KA er í efsta sæti í neðri hluta Bestu deildarinnar með 34 stig og nægir jafntefli við Fram til að halda efsta sætinu. KR er með 31 stig og kemst mest í 34.

Baráttan er hatrömm á botninum. Fylkir er fallinn en Vestri og HK eru bæði með 25 stig og því skýrist ekki fyrr en í dag hvort liðið fellur úr deildinni. Vestri er óneitanlega í mun betri stöðu því Ísfirðingar fá Fylki í heimsókn og þeir eru auk þess með betri markatölu en HK-ingar sem mæta KR-ingum. Allir leikirnir hefjast kl. 14.

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Umhyggjuhöllin í Garðabæ kl. 14
    KFG - Þór

Þórsurum hefur gengið brösuglega í upphafi leiktíðar. Liðið hefur leikið þrjá leiki í deildinni og tapað öllum, auk bikarleiks gegn liði Álftaness  sem einnig tapaðist. Álftanes leikur í efstu deild Íslandsmótsins sem nú kallast Bónusdeild. Þórsarar bíða því enn eftir fyrsta sigri karlaliðsins á þessari leiktíð. Fyrsti sigurinn gæti komið í dag, en KFG er einnig án sigurs eftir þrjá leiki.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kl. 15
    ÍBV - KA

KA hefur spilað sjö leiki og unnið tvo. Eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum kom fyrsti sigurinn gegn ÍR á heimavelli í 5. umferðinni og svo annar heimasigur gegn HK í síðustu umferð. ÍBV er um miðja deild, hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur og situr í 7. sætinu, en eftir sigur HK gegn ÍR á fimmtudagskvöldið færðist KA niður í botnsæti deildarinnar. HK og ÍR eru stigi fyrir ofan KA.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00