Fara í efni
Umræðan

Þórsarar leika í Eyjum í bikarkeppninni

Hart barist um boltann í leik Þórs og Harðar síðastliðinn laugardag. Þórsarar fara til Eyja í dag, en Hörður er mögulegur mótherji KA i 16 liða úrslitum, ef liðinu tekst að vinna Víði í 1. umferðinni. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Bikarkeppni karla í handknsttleik, Powerade-bikarinn, hefst í dag með heimsókn Þórsara til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta ÍBV 2 í dag kl. 17:30. 

Alls taka 20 lið þátt í bikarkeppni karla og eru Þórsarar á meðal átta liða sem spila í 1. umferðinni, en liðin 12 sem spila í efstu deild, Olísdeildinni, koma inn í 16 liða úrslitin, þar á meðal KA.

Sigurliðin í leikjunum fjórum í fyrstu umferðinni fara áfram í 16 liða úrslit og hefur nú þegar verið dregið um leikina þar. Sigurliðið í leik Þórs og ÍBV 2 mætir ÍR-ingum á heimavelli 17. nóvember. KA mætir sigurliðinu úr viðureign Víðis og Harðar á útivelli, einnig 17. nóvember.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00