Fara í efni
Umræðan

Þór áfram í bikarnum eftir sigur í Eyjum

Aron Hólm Kristjánsson og félagar í Þór eru komnir áfram í bikarkeppninni í handbolta. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar eru komnir áfram í 16 liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade-bikarnum, eftir tveggja marka sigur á ÍBV2 í Eyjum í dag. Næsti mótherji Þórsara í bikarkeppninni er ÍR, en liðin mætast á Akureyri 17. nóvember.

Akureyri.net er ekki kunnugt um gang leiksins, né heldur aðrar tölur, eins og hverjir skoruðu mörkin og hve mörg skot voru varin. Leikurinn var af einhverjum ástæðum ekki beint á hbstatz.is eins og aðrir leikir og þegar þetta er skrifað er leikskýrslan ekki komin inn á vef HSÍ.

  • Gangur leiksins: ÍBV2 - Þór 28-30  (11-17)

Næsti leikur Þórsliðsins er einnig í Vestmannaeyjum þegar strákarnir mæta liði HBH í 7. umferð Grill 66 deildarinnar. Tveimur dögum seinna er leikur liðsins gegn ÍR á dagskrá á Akureyri, en Akureyri.net er ekki kunnugt um hvort einhverjar breytingar verða gerðar á þessum leikdögum.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45