Fara í efni
Umræðan

KA tapaði í Eyjum – áfram í botnsætinu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði mest KA-manna í dag, níu mörk. Hér er hann í öðrum tveggja sigurleikja liðsins það sem af er, gegn ÍR. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið KA í handknattleik vermir áfram botnsæti Olísdeildarinnar eftir fimm marka tap í Vestmannaeyjum í dag. Liðið er með fjögur stig úr átta leikjum, einu stigi á eftir HK og ÍR.

Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Staðan 19-15 í leikhléi. Þeir juku muninn í sex mörk fljótlega í seinni hálfleiknum og héldu fjögurra til sex marka forskoti út leikinn, lokatölurnar 36-31.

  • ÍBV - KA 36-31 (19-15).

ÍBV
Mörk: Dagur Arnarsson 8, Andri Erlingsson 6, Gauti Gunnarsson 6, Daniel Esteves Vieira 5, Elís ór Aðalsteeinsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Jason Stefánsson 2, Adam Smári Sigfússon 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 15 (34,1%).
Refsimínútur: 4.

KA

Mörk: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Arnór Ísak Haddsson 5, Ott Varik 5, Dagur Árni Heimisson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 5, Daði Jónsson 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Kamil Pedryc 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11 (33,3%), Bruno Bernat 2 (13,3%).
Refsimínútur: 8.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45