Fara í efni
Umræðan

Perluðu skraut og seldu fyrir 16.323 krónum

Eitt kvöld snemma í október voru vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir að horfa á fréttir þar sem meðal annars var fjallað um stríð og fátækt. Þær hugsuðu með sér hvað þær gætu gert til að hjálpa börnum í slæmum aðstæðum og ákváðu að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða. Þær sátu við í nokkrar vikur og perluðu ýmiskonar skraut. Þegar þær voru búnar að fylla heilan kassa af perli gengu þær milli húsa og buðu til sölu. Það gekk alveg ljómandi vel og í heildina söfnuðust 16.323 krónur. Það voru því stoltar frænkur sem komu og afhentu Rauða krossinum afraksturinn og ekki skemmir gleðin við að sjá skrautið hangandi í gluggum á heimilum og bílum nágranna sinna.

Tilkynning frá Rauða krossinum

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00