Fara í efni
Umræðan

Orðhákar og töfralausnir

Við upplifðum heimsfaraldur með tilheyrandi skakkaföllum fyrir þjóðlífið og efnahaginn. Eldgos tæma fyrrum blómlegar byggðir. Stríð geisa nær og fjær. Flóttafólk streymir um heiminn. Vistkerfið stynur undan ágangi og með lífsháttum okkar erum við á góðri leið með að spilla lífsmöguleikum komandi kynslóða.
 
Ef það kæmi nú fram stjórnmálamaður sem segði okkur að við þyrftum að draga saman, minnka kröfurnar, leggja meira á okkur, engar töfralausnir væru til en hvert okkar þyrfti að láta um sig muna með sínum hætti og framlög allra væru mikilvæg, við þyrftum að fara vel með peningana okkar, mættum ekki lifa um efni fram og þyrftum að tryggja að sameiginlegir sjóðir okkar nýttust þeim sem í mestri þörf væru, slíkur stjórnmálamaður fengi sennilega dræmar undirtektir því við kjósum þau sem segjast kunna ódýrustu lausnirnar og gerum mestu orðhákana með innantómustu frasana og einföldustu heimsmyndina að leiðtogum okkar.
 
Við ölum þá upp í því að þeir eigi ekki séns nema þeir bjóði okkur gull og græna skóga og kunni þá list að sannfæra okkur um að þeir viti hvernig eigi að komast úr þeim miklu ógöngum sem andstæðingar þeirra hafa komið okkur í.
 
Síðan höfnum við þeim grimmilega þegar að því kemur að þeir standa ekki við loforðin sem þeir áttu aldrei séns á að uppfylla og kjósum hina sem gáfu ný og óframkvæmanleg loforð.
 

Svavar Alfreð Jónsson er sjúkrahúsprestur

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00