Fara í efni
Umræðan

Meðhjálparinn

Fyrir mörgum árum var ég fenginn í heimahús til að skíra barn. Foreldrum þess var mikið í mun að athöfnin færi fallega fram. Þeir tóku mig afsíðis og sögðu mér þær áhyggjur sínar að stóri bróðir skírnarbarnsins, sem var á að giska sex ára, myndi ekki verða til friðs og spilla þeim áformum. Hann væri ofvirkur og uppátækjasamur og ómögulegt að segja hvað honum dytti í hug. Ef mögulegt væri að fela honum eitthvert verkefni við skírnina gæti tekist að halda honum uppteknum við það og afstýra slysi.

Mér datt strax í hug að láta drenginn halda á logandi kerti á meðan skírnin færi fram. Sú uppástunga fékk dræmar undirtektir. Stóri bróðir var víst ekki líklegur til að fara varlega með eld. Þar að auki bjó fjölskyldan í timburhúsi.

Niðurstaðan var sú að drengurinn ætti að hjálpa mér að klæðast prestsskrúðanum, héldi síðan á handbókinni þegar við gengjum til stofu og rétti mér hana þegar að því kæmi, að ég þyrfti að lesa úr henni. Eftir það átti hann að standa við hlið mér, til halds og trausts, því ég ætti til að fá svimaköst við embættisverk.

Stráksa leist vel á þessa áætlun, fór óaðfinnanlega að öllum fyrirmælum og stóð teinréttur í sparifötunum, vatnsgreiddur og prúður, á meðan ég embættaði.

Þegar að því kom að ausa átti barnið vatni og ég bað foreldrana að koma með það til mín en aðra viðstadda að rísa úr sætum, var kippt í hempuna.

Ég beygði mig niður til aðstoðarmannsins sem hvíslaði áhyggjufullur í eyra mér: „Hvað ertu þungur?“

Svavar Alfreð Jónsson er sjúkrahúsprestur

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00