Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu Vegagerðarinnar við íbúa Grímseyjar. Ítrekaðar seinkanir hafa orðið á viðgerð Grímseyjarferjunnar Sæfara og skort hefur á viðvarandi flug meðan á henni stendur. Þetta þýðir mjög skerta þjónustu við eyjarskeggja og bitnar harkalega á ferðaþjónustunni í eyjunni sem reiðir sig algjörlega á sumarmánuðina í rekstri. Bæjarráð skorar á Vegagerðina að bæta upplýsingagjöf til farþega, bæði á íslensku og ensku, fjölga flugferðum og tryggja hagstæð flugfargjöld meðan á viðgerðum á ferjunni stendur.
Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar hefði tekið þátt í fundinum en það var nafna hennar Kristinsdóttir.