Fara í efni
Umræðan

Óánægja með þjónustu við Grímseyinga

Bæjaryfirvöld á Akureyri eru óánægð með þjónustu Vegagerðarinnar við Grímseyinga. Ferjan Sæfari er enn í slipp og og flug hefur ekki verið með viðunandi hætti, að mati bæjarráðs.
 
Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar og Halldór Jörgensson forstöðumaður hjá stofnuninni mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í morgun í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir stöðu mála varðandi samgöngur til og frá Grímsey.
 
Í fundargerð bæjarráðs segir:

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu Vegagerðarinnar við íbúa Grímseyjar. Ítrekaðar seinkanir hafa orðið á viðgerð Grímseyjarferjunnar Sæfara og skort hefur á viðvarandi flug meðan á henni stendur. Þetta þýðir mjög skerta þjónustu við eyjarskeggja og bitnar harkalega á ferðaþjónustunni í eyjunni sem reiðir sig algjörlega á sumarmánuðina í rekstri. Bæjarráð skorar á Vegagerðina að bæta upplýsingagjöf til farþega, bæði á íslensku og ensku, fjölga flugferðum og tryggja hagstæð flugfargjöld meðan á viðgerðum á ferjunni stendur.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar hefði tekið þátt í fundinum en það var nafna hennar Kristinsdóttir.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00