Fara í efni
Umræðan

Körfuboltakátt í Höllinni á Pollamóti – MYNDIR

Myndir af heimasíðu Þórs: Páll Jóhannesson

Árlegt Pollamót Þórsara í körfubolta fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þetta var fjölmennasta mótið hingað til, 31 lið var skráð til keppni og þátttakendur tæplega 300.

„Á Pollamóti Þórs í körfuknattleik sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman. Gleðin var við öll völd innan sem utan vallar og þótt fólki renni stundum kappið í kinn í leik bar það ekki fegurðina ofurliði. Körfubolti er skemmtileg íþrótt þar sem allir geta fundið sína fjöl. Þá er fátt skemmtilegra en að hitta gamla félaga úr boltanum og eignast nýja,“ í frásögn af mótinu á heimasíðu Þórs.

„Þegar upp var staðið var það Landsliðið (réttnefnda) sem varð hlutskarpast í Pæjudeildinni (20 ára og eldri konur). UMFGB unnu Polladeildina (25 til 39 ára karla) og UBK stóð uppi sem sigurvegari í Lávarðadeildinni (karlar 40 ára og eldri),“ segir þar.

Á heimasíðu Þórs er nánari frásögn af keppni á mótinu og fjörugu lokahófi. Auk þess má þar sjá fjölda mynd. Smellið hér til að sjá meira.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00