Fara í efni
Umræðan

KA fær Val í heimsókn í Olísdeildinni í kvöld

KA-strákarnir unnu Valsmenn örugglega á heimavelli á síðasta keppnistímabili. Þeir fagna hér sigrinum; liðin mættust í apríl og KA-menn tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að leggja Hlíðarendadrengina. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Keppni í efstu deild Íslandsmóts karla í handbolta, Olísdeildinni, hefst í kvöld á ný eftir jóla- og heimsmeistaramótsfrí. Heil umferð er á dagskrá og þar af einn leikur á Akureyri: KA-menn taka móti liði Vals og hefst leikurinn í KA-heimilinu klukkan 19.00.

KA-heimilið verður opnað áhorfendum klukkan 17.30 og hálftíma síðar hefst bingó. Hamborgarar verða til sölu fyrir leik eins og alsiða er orðið og baráttan innan vallar hefst svo kl. 19.00 sem fyrr segir.
 
Valur er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en KA í 8. sæti með 10 stig og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Að baki eru 14 umferðir þannig að hvert lið á átta leiki eftir.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15