Fara í efni
Umræðan

KA-menn frábærir og urðu bikarmeistarar

Bikarmeistarar KA með bikarinn í dag. Skjáskot af RÚV.

KA-menn urðu bikarmeistarar í blaki karla í níunda sinn í dag. Þeir léku frábærlega í úrslitaleiknum gegn Reykjavíkur-Þrótti í íþróttahúsinu Digranesi og sigruðu 3:0 – 25:21, 25:16, 25:23.

Sigurinn var mjög verðskuldaður. KA-strákarnir voru einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins.

Miguel Mateo Castrillo í viðtali við RÚV strax eftir. Hann þakkaði sigurinn fyrst og fremst mjög góðri liðsheild. Skjáskot af RÚV.

Miguel Mateo Castrillo gerði 16 stig fyrir KA í dag, Alexander Arnar Þórisson 10, Oscar Fernández Celis 9, Gísli Marteinn Baldvinsson og Marcel Pospiech 8 hvor.

Öll tölfræðin

Bikarmeistarar KA ásamt hluta stuðningsmanna liðsins sem fylgdust með leiknum í Digranesi. Mynd af Facebook síðu KA.

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45