Fara í efni
Umræðan

Hvar á unga fólkið að búa ?

Auðveldum ungu fólki að koma þaki yfir höfuð sér.

Unga fólkið er framtíð Akureyrar og hér vilja þau í meira mæli festa rætur en hafa eðlilega áhyggjur af hækkandi fasteignaverði. Við í Framsókn viljum auðvelda ungu fólki að koma þaki yfir höfuð sér og einn liður í því er að tryggja að hér verði byggðar íbúðir sem henta við úthlutun hlutdeildarlána.

Lán fyrir útborgun

Frumvarp um hlutdeildarlán, sem lagt var fram af félags- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni og samþykkt árið 2020, er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Lántakendur endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld.

Dæmi:

  • Kaupandi leggur fram a.m.k. 5% kaupverðs í útborgun.
  • Kaupandi tekur húsnæðislán fyrir 75% kaupverðs.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs.

Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er búið að greiða út 47 hlutdeildarlán á Akureyri en nú selst allt á uppsprengdu verði og enga slíka íbúð að fá. Sem dæmi í skilmálum hlutdeildarlána þá má íbúð með tveimur svefnherbergjum sem er að lágmarki 70 fm ekki kosta meira en 42 milljónir á Akureyri.

Forgangsverkefni á næsta kjörtímabili

Við í Framsókn viljum tryggja að í boði verði fleiri hlutdeildarlánaíbúðir með sérstökum reglum í úthlutun lóða eða semja beint við byggingarverktaka um byggingu slíkra íbúða með sérstökum samningum við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Við teljum að þegar lóðaframboð eykst, sem er algjör grunnforsenda, og meiri ró kemst á markaðinn sé þetta gerlegt og eigi að vera forgangsverkefni á næsta kjörtímabili.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er í oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00