Fara í efni
Umræðan

Fyrsta ferðin: 38 kusu að fara til Liverpool

Ólafur Ingi Steinarsson og Stefán Þór Þengilsson klárir í slaginn í morgun. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Það er næsta víst að allir kjósa rétt á kjördag, sama við hvaða framboð merkt er. Fleiri en nokkru sinni gripu reyndar stimpil dagana fyrir kjördag og nýttu kosningaréttinn þannig, eins og komið hefur fram í fréttum, til að hafa tíma fyrir annað í gær. Til dæmis kusu 38 manns að fljúga í gærmorgun með easyJet frá Akureyri til Manchester og bruna þaðan yfir til Liverpool, í ferð sem Akureyri.net stendur fyrir í samstarfi við TA Sport og Premierferðir. Í dag liggur leiðin á Anfield, þar sem fylgst verður með leik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Beint flug easyJet frá Akureyri til Englands eykur lífsgæði Norðlendinga til muna, á því er enginn vafi; miklu munar að geta flogið beint úr heimahaganum í stað þess að ferðast á suðvesturhornið áður en flogið er til fjarlægra landa.

Gríðarlegur áhugi var á þessari ferð, þeirri fyrstu sem Akureyri.net kemur að, á leik í ensku knattspyrnunni, og deginum ljósara er að ferðirnar verða fleiri. Gera má ráð fyrir a.m.k. einni ferð til viðbótar í vetur í beinu flugi frá Akureyri.

Guðmundur Skarphéðinsson, til vinstri, og Þórhallur Birgisson.

Frá vinstri: Heimir Óðinsson, Örvar Óðinsson, Birkir Rafn Einisson og Guðmundur Steinn Egilsson.

Frá vinstri: Bogi Rúnar Ragnarsson, Sævar Eysteinsson og Þórir Rafn Hólmgeirsson.

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00