Fara í efni
Umræðan

Transavia og easyJet hurfu frá vegna þoku

Svona var útlitið á Eyrinni í hádeginu. Frá þessari fallegu brú við Strandgötu sést að öllu eðlilegu inn á flugvöll. Mynd: Rakel Hinriksdóttir

Tvær flugvélar sem komu erlendis frá og áttu að lenda á Akureyrarflugvelli í morgun urðu frá að hverfa vegna svartaþoku og fóru til Keflavíkur.  Sú fyrri var Transavia vél frá Amsterdam, hin síðari vél easyjet frá Manchester.

Beðið er átekta í Keflavík og flogið verður norður ef léttir til í Eyjafirði fljótlega en Akureyri.net hefur ekki upplýsingar hve lengi félögin hafa tök á að láta vélarnar bíða.

Vél easyJet frá Gatwick flugvelli í London er á leið til Akureyrar. Áætlað er að hún lendi um tvöleytið en eins og staðan er núna verður að teljast líklegt að hún fari sömu leið og hinar tvær.

Samkvæmt veðurspá ætti að létta til upp úr klukkan þrjú.

Flugleið vélar easyJet í morgun. Eins og sjá má á bláu hringjunum hringsólaði hún yfir Akureyri og hélt síðan til Keflavíkur. Skjáskot af Flightradar24.

Svartaþoka hefur verið í Eyjafirði í morgun. Mynd: Haraldur Ingólfsson

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00