Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar
15. apríl 2025 | kl. 16:00
Flugvél ítalska félagsins Neos, á leið frá Tenerife, gat ekki lent á Akureyrarflugvelli í kvöld vegna hvassviðris. Eftir eina tilraun til lendingar var vélinni snúið frá og haldið til Keflavíkur en þar var heldur ekki hægt að lenda, einnig vegna mikils vinds, skv. því sem Akureyri.net kemst næst. Vélin er nú á leið til Glasgow í Skotlandi þar sem farþegar gista í nótt og flogið verður til Akureyrar á morgun.
Mynd sem farþegi í vélinni tók í kvöld og sendi akureyri.net.