Fara í efni
Umræðan

Baldvin lang fyrstur í 1500 m en fer ekki á ÓL

Baldvin Þór Magnússon úr UFA kemur langfyrstur í mark í 1500 m hlaupi á Meistaramóti Íslands á Akureyri í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi í dag. Hann sigraði með yfirburðum, hljóp á 3 mín. 50, 87 sekúndum sem er þó langt frá hans besta tíma og útséð er um að Baldvin nái lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar.

Meistaramót Íslands, hið 98. í röðinni, fer fram á Þórsvellinum um helgina. Keppni hófst í gær og lýkur á morgun. Veður var afleitt í gær, rok, rigning og kuldi, en vaktaskipti urðu hjá veðurguðunum í nótt því í dag er sól og blíða á Akureyri.

Besti tími Baldvins og Íslandsmet í 1500 m hlaupi er 3:40,36. Metið setti hann á móti í Bandaríkjunum á síðasta ári. Ekki var raunhæft að búast við því að hann hlypi jafn hratt í dag því samkeppni var engin. Baldvin tók forystu strax á fyrstu metrunum og hljóp einn síns liðs á að giska 1450 metra.

UPPFÆRT – Tími Baldvins Þórs í dag er meistaramótsmet. Hann stórbætti það meira að segja; gamla metið setti ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson á síðasta ári þegar hann varð Íslandsmeistari á 3:53,28 mín.

Úrslit eru birt jafnóðum á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins og þar má sjá fjölda mynda frá keppni gærdagsins.

Smellið hér til að sjá úrslit og myndir

Tímaseðill mótsins er hér

Hvaðan kemur verðbólgan?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
17. september 2024 | kl. 16:30

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
15. september 2024 | kl. 13:30

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25