Fara í efni
Umræðan

Stefanía fjórfaldur Norðurlandameistari

Stefanía Daney Guðmundsdóttir fagnar fernum gullverðlaunum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Að baki hennar má meðal annars sjá Hafdísi Sigurðardóttur, langstökksþjálfara Stefaníu. Mynd: Laurent Baggins.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr UFA varð um á dögunum fjórfaldur Norðurlandameistari í frjálsum íþróttum, 100 og 200 metra hlaupi, langstökki og spjótkasti. Stefanía Daney keppir í T20 fötlunarflokki. Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum fór fram í Bollnas í Svíþjóð og þar gerði Stefanía Daney sér lítið fyrir og vann fern gullverðlaun. Hún vann 100 metra hlaupið á 13,7 sekúndum, 200 metra hlaupið á 29,2 sekúndum, langstökkið með stökki upp á 4,95 metra og kastaði 25,38 metra í spjótkasti. Þá vann hún til bronsverðlauna í 4x100 metra blönduðu boðhlaupi.

Mjög lítið vantaði upp á að hún kæmist á Paralympics sem eru að fara af stað í París núna þegar Ólympíuleikunum er lokið. Að sögn þjálfara hennar var það mikið svekkelsi að ná ekki að komast inn á Paralympics-leikana. Eftir að hafa farið sterk í gegnum innanhússtímabilið þar sem hún stökk lengst 5,18 metra komu veikindi í maí og júní í veg fyrir að hún næði sínu allra besta og má segja að aðeins hafi vantað herslumuninn upp á að hún næði því markmiði. Stefanía Daney og þjálfarateymið munu því leggja hungruð af stað inn í næsta tímabil sem hefst í september.


Stefanía Daney stökk lengst 4,95 metra í langstökki á Norðurlandamótinu, en hafði stokkið 5,18 fyrr á árinu. Veikindi í maí og júní settu strik í reikninginn og urðu til þess að hún náði ekki þeim árangri sem þurfti til að komast á Paralympics sem nú eru að hefjast í París. Mynd: Laurent Baggins.

Í stað þess að vera í París er hún núna að klára langt og strangt keppnistímabil og komin í kærkomna hvíld, að sögn þjálfara hennar. Eftir hvíldina tekur svo við undirbúningur fyrir næsta ár þar sem HM, EM og Grand Prix mót eru á dagskránni hjá henni. Eftir svekkelsið að missa af Paralympics í París stefnir hún einnig ótrauð á leikana í Los Angeles 2028. Hún stefnir að því að æfa næstu fjögur árin sem atvinnumaður í langstökki til að eiga betri möguleika á að ná árangri í greininni og komast á leikana eftir fjögur ár.

Ari H Jósavinsson og Kristinn Þráinn Kristjánsson hafa séð um þjálfun Stefaníu í vetur ásamt langstökksdrottningunni Hafdís Sigurðardóttur sem er hennar langstökksþjálfari og fylgir henni á mót erlendis.


Stefanía Daney ráðfærir sig við langstökksþjálfarann sinn, Hafdísi Sigurðardóttur. Mynd: Laurent Baggins.

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla!

Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 12:45

Er heimanám verkfallsbrot?

Stjórn foreldrafélags Lundarskóla skrifar
06. nóvember 2024 | kl. 11:45

Sjúkrahúsið á Akureyri

Logi Einarsson skrifar
05. nóvember 2024 | kl. 10:20

Kosningaloforð og hvað svo?

Björn Snæbjörnsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 18:00

Hegðaði sér eins og einræðisherra

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 17:00

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Anton Berg Sævarsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 12:12