Fara í efni
Umræðan

Áætla að Sæfari sigli á sunnudag

Þorleifur EA 88 mun leysa Sæfara af í viðgerðarhléinu eins og í vetur og vor þegar Sæfari var í slipp í um tíu vikur. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

„Vegagerðin á í góðu samtali við sveitarfélagið, útgerðina í Grímsey og fulltrúa ferðaþjónustunnar í Grímsey,“ segir Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar, en Akureyri.net leitaði eftir viðbrögðum Vegagerðarinnar vegna fréttar á Akureyri.net í gær í framhaldi af bilun Grímseyjarferjunnar Sæfara og gagnrýni heimamanna á upplýsingagjöf í tengslum við niðurfellingu ferða sem bitna á ferðaþjónustu og útgerð í eynni.

Tilkynning um bilunina var sett inn á bókunarsíðu Vegagerðarinnar í gær: „Grímseyjarferjan Sæfari, sem siglir milli Dalvíkur og Grímseyjar, varð fyrir skemmdum þegar óþekktur hlutur rakst í aðra skrúfu skipsins og olli olíuleka. Nauðsynlegt er að gera við skemmdina sem fyrst og því þarf að fella niður ferðir ferjunnar miðvikudaginn 23. ágúst og fimmtudaginn 24. ágúst hið minnsta,“ segir í tilkynningunni. Í svari við fyrirspurn Akureyri.net kemur fram að Vegagerðin upplýsi alla hagaðila eins fljótt og auðið er með tölvupóstum og símtölum. 

Þorleifur EA 88 og auka flug á föstudag

Skipið var tekið upp í morgun að sögn Páls Kristjánssonar, forstjóra Slippsins á Akureyri, þar sem starfsmenn hans hafi síðan farið á fullt í bilanagreiningu og viðgerð. Þar vinni menn hörðum höndum að því að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma. Í svari Vegagerðarinnar kemur enn fremur fram að reiknað sé með að viðgerð ljúki á tveimur dögum og að áætlað sé að skipið sigli aftur samkvæmt áætlun á sunnudag. Þar kemur einnig fram að til að brúa bilið hafi verið samið um að Þorleifur EA88 sigli fram og til baka, milli Grímseyjar og Dalvíkur, á morgun og föstudag, en skipið sinnti einnig afleysingum fyrir Sæfara í vetur og vor þegar ferjan var í slipp í um tíu vikur. Þá verður einnig bætt við flugi föstudaginn 25. ágúst.

Bilunin ekki vegna lélegs ástands

Hvað varðar meint bágt ástand skipsins sem hafi mögulega átt þátt í bilunni, fremur en aðskotahlutur, segir í svari Vegagerðarinnar: „Ráðgjafi Vegagerðarinnar fylgir eftir viðgerð Sæfara í Slippnum á Akureyri. Hann segir smurolíuleka hafa komið skyndilega upp í skrúfuás skipsins.“ Bent er á að skipt hafi verið um allar þéttingar í skrúfuásnum í vor þegar skipið fór í slipp og því hafi verið ályktað að aðskotahlutur á borð við net eða tó, hafi valdið skemmdum og þar með leka „Það er ekki óþekkt að slíkt gerist á þessum slóðum. Þessi leki er því ekki kominn til vegna slæms viðhalds eða lélegrar umhirðu. Skrúfuásar skipsins eru ekki skemmdir en þéttin verða endurnýjuð í Slippnum á Akureyri.“

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00