Fara í efni
Pistlar

Þórsarar upp í efstu deild á ný!

Arnór Þorri Þorsteinsson fyrirliði Þórs hefur deildarbikarinn á loft í Höllinni í kvöld. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar leika í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta á nýjan leik næsta vetur. Þeir sigruðu ungmennalið HK (HK2) af miklu öryggi á heimavelli í dag, 37:29, og tryggðu sér þar með efsta sæti Grill66 deildarinnar. Staðan í hálfleik var 17:12.

Sigur Þórs var mjög öruggur, eins og reiknað var með, en leikurinn var engu að síður skemmtilegur og stemningin í Höllinni frábær enda fjölmargir mættir til þess að styðja sína menn – og fagna sigri í deildinni og sæti í Olísdeildinni næsta vetur.

Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 10, Hafþór Már Vignisson 8, Þórður Tandri Ágústsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Bjartur Már Guðmundsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.

Öll tölfræðin

Nánar síðar

Oddur Gretarsson og Halldór Kristinn Harðarson.

Þjálfararnir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason. 

Eplabóndi í aldarfjórðung

Helgi Þórsson skrifar
09. apríl 2025 | kl. 10:00

Heilbrigðishagfræði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
09. apríl 2025 | kl. 08:45

Svefnsófi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. apríl 2025 | kl. 11:30

Er hægt að vera falleg eftir fertugt?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
06. apríl 2025 | kl. 09:30

Rabbabari á skúrþaki

Skapti Hallgrímsson skrifar
06. apríl 2025 | kl. 09:00

Hörmungar á hundavaði

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00