Fuglaskógar
22. janúar 2025 | kl. 10:00
Númi Már, Guðmundur Rafn, Óliver Örn, Kristófer Erik og Aron Þorsteinn eru vinir sem allir búa í Fögrusíðu á Akureyri. Þeir félagarnir ákváðu að setja upp sölubás á leikvellinum og seldu þar djús, kirsuber og kleinur til þyrstra og svangra nágranna sinna en einnig seldu þeir ýmislegt dót. Þeir komu svo færandi hendi til Rauða krossins með afrakstur vinnunnar, 4.320 krónur. Rauði krossinn er þeim vinunum þakklátur fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar.
Meðfylgjandi er mynd af drengjunum