Fara í efni
Pistlar

Mjólkurbikarinn: KA heima, Þór á útivelli

Núna í hádeginu var dregið um það hvaða lið mætast í 16 liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum. Akureyrarliðin fengu bæði lið úr sinni deild, KA heima, en Þórsarar fá útileik.

Lið KA fær heimaleik gegn Fram, tvö Bestudeildarlið sem mætast þar, en Þórsarar sækja Selfyssinga heim og þar mætast tvö lið úr Lengjudeildinni. Leikur Selfoss og Þórs hefur verið settur á miðvikudaginn 14. maí á Selfossi (JÁVERK-vellinum), en daginn eftir tekur KA á móti Fram á KA-vellinum (Greifavellinum). 

Leikir 16 liða úrslitanna:

  • Keflavík - Víkingur Ó.
  • Selfoss - Þór
  • ÍA - Afturelding
  • Valur - Þróttur
  • Kári - Stjarnan
  • Breiðablik - Vestri
  • KR - ÍBV
  • KA - Fram

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00

Júdasartré

Sigurður Arnarson skrifar
23. apríl 2025 | kl. 08:30

Saumaherbergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. apríl 2025 | kl. 11:30

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00