Fara í efni
Pistlar

Lið Tryggva Snæs vann Evrópudeildina

Tryggvi Snær Hlinason í seinni úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. Mynd: FIBA.

Bárðdælingurinn og fyrrum leikmaður Þórs, Tryggvi Snær Hlinason, vann í gær Evrópumeistaratitil í körfuknattleik með liði sínu Bilbao Basket. Liðið vann Evrópudeildina þrátt fyrir að hafa tapað seinni úrslitaleiknum gegn gríska liðinu PAOK frá Þessalóníku.

Fimm stigum munaði þegar upp var staðið eftir tvær viðureignir. Bilbao vann fyrri úrslitaleikinn með sjö stiga mun, 72-65, sem var tíundi sigur liðsins í jafn mörgum heimaleikjum í Evrópudeildinni. PAOK vann seinni leikinn í gær með tveggja stiga mun, 84-82. Má segja að það hafi verið talsvert afrek hjá spænska liðinu því gríðarleg stemning var í höllinni í Þessalóníku og um erfiðan útivöll að ræða. Sjö stiga sigurinn í fyrri leiknum dugði spænska liðinu til sigurs í keppninni.

Tryggvi hefur verið frá keppni að undanförnu vegna meiðsla, en spilaði með liðinu í seinni úrslitaleiknum í gær. Evrópudeildin er næstefsta stigið í Evrópukeppnum körfuboltans. Bilbao-liðið er fyrsta spænska liðið til að vinna þessa keppni.
 
Myndirnar eru fengnar af mótsvef Evrópudeildarinnar á vef FIBA.
 
 
 
 
 
Hér má sjá valda kafla úr leiknum á YouTube-rás FIBA:
 

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00

Júdasartré

Sigurður Arnarson skrifar
23. apríl 2025 | kl. 08:30

Saumaherbergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. apríl 2025 | kl. 11:30

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00