Fara í efni
Pistlar

Römer og Kári koma inn í byrjunarlið KA

Marcel Römer kom fyrst við sögu hjá KA í bikarleiknum gegn KFA á föstudaginn var. Hér kemur hann inn á í leiknum. Mynd: Ármann Hinrik

Daninn Marcel Römer er í byrjunarliði KA í fyrsta skipti í dag þegar KA-menn sækja Valsmenn í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Römer sem var á mála hjá Lyngby í heimalandinu en samdi við KA í síðustu viku og kom fyrst við sögu í bikarleiknum gegn KFA á föstudaginn; kom inná í seinni hálfleik og skoraði í 4:0 sigri.

Tvær breytingar eru á byrjunarliði KA frá síðasta deildarleik, 4:0 tapinu fyrir Víkingi. Bakvörðurinn Kári Gautason er einnig í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni í sumar en Hrannar Björn Steingrímsson er á meðal varamanna. 

Leikurinn í dag er í 3. umferð deildarinnar. KA gerði 2:2 jafntefli við KR á heimavelli í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fyrir Víkingi á útivelli.

Valur gerði jafntefli við Vestra á heimavelli í fyrstu umferðinni og 3:3 jafntefli við KR í 2. umferð.

Leikur liðanna hefst klukkan 18.00 á Valsvellinum (N1 vellinum) að Hlíðarenda og verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Leikskýrslan

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00

Júdasartré

Sigurður Arnarson skrifar
23. apríl 2025 | kl. 08:30

Saumaherbergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. apríl 2025 | kl. 11:30

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00