Fara í efni
Pistlar

KA semur við Guðjón Erni til tveggja ára

Mynd af vef KA

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson gekk í raðir KA í dag og skrifaði undir samning út sumarið 2027. 

„Guðjón Ernir er 23 ára gamall hægri bakvörður eða vængbakvörður sem hefur undanfarin fimm tímabil verið í lykilhlutverki í liði ÍBV,“ segir á vef KA, þar sem greint er frá samningnum. „Með ÍBV lék hann í Bestu deildinni sumrin 2022 og 2023 en á nýliðnu sumri vann ÍBV sigur í Lengjudeildinni og leikur því aftur meðal þeirra bestu á komandi sumri.“

Guðjón hóf knattspyrnuferilinn með Hetti á Egilsstöðum. Hann lék fyrst í meistaraflokki sumarið 2017 með liði Hattar og síðar með sameiginlegu liði Hattar og Hugins. „Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar leikið 192 KSÍ leiki með meistaraflokk (þar af 163 í deild og bikar) og gert í þeim 7 mörk þó hann leiki sem bakvörður,“ segir í tilkynningu KA.

Nánar hér á heimasíðu KA

Rýjateppi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 11:30

Að sjá raunveruleikann – Þrjú skref í átt að núvitund

Haukur Pálmason skrifar
06. janúar 2025 | kl. 06:00

Hjólreiðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. janúar 2025 | kl. 06:00

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00