Fara í efni
Pistlar

Nýr leikmaður og sigur hjá KA/Þór

Tinna Valgerður Gísladóttir var í dag kynnt sem nýr leikmaður KA/Þórs, en hún kemur til félagsins á lánssamningi frá Gróttu. Myndin er af vef KA.

KA/Þór vann öruggan átta marka sigur á liði Fram2 í 9. umferð Grill 66 deildar kvenna í handknattleik í kvöld og þeirri fyrstu eftir langt hlé að afloknu Evrópumeistaramóti. Matea Lonac varði 21 skot í leiknum.

Það varð fljótt ljóst í leiknum í dag hvert stefndi og forysta KA/Þórs orðin sjö mörk eftir fyrsta stundarfjórðunginn og aldrei spurning um niðurstöðuna eftir það. Forysta KA/Þórs var áfram sjö mörk eftir fyrri hálfleikinn og hélst svipuð út leikinn. Niðurstaðan að lokum átta stiga sigur og KA/Þór áfram í toppsæti Grill 66 deildarinnar, með fjögurra stiga forskot á næstu lið.

KA/Þór er með 17 stig, en HK og Afturelding koma næst með 13 stig. Þessi þrjú lið berjast um sæti í efstu deild, en liðin í 4. og 5. sæti eru Valur-2 og Fram-2 sem ekki geta farið upp um deild þar sem A-lið þessara félaga eru nú þegar í Olísdeildinni. 

Aþena Einvarðsdóttir og Susanne Pettersen skoruðu mest fyrir KA/Þór í dag, sex mörk hvor. Matea Lonac var öflug í markinu eins og ávallt, varði 21 skot. Sóldís Rós Ragnarsdóttir skoraði mest Framkvenna, átta mörk.

Nýr leikmaður á láni frá Gróttu

Fyrir leikinn í dag var kynnt ný vinstrihandar skytta í liðinu, en KA/Þór fær Tinnu Valgerði Gísladóttur á lánssamningi frá Gróttu út yfirstandandi tímabil. Hún var orðin lögleg fyrir leikinn í dag og skoraði þrjú mörk í leiknum. Tinna Valgerður spilaði fyrir Fram 2021-2023, en kom heim frá Þýskalandi og hóf að leika með Gróttu í haust, en hún er sambýliskona Bjarna Ófeigs Valdimarssonar sem samdi við KA fyrir tímabilið. 

Fram

Mörk: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 8, Valgerður Arnalds 5, Elín Ása Bjarnadóttir 4, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 3, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnason 14 (32,6%).
Refsimínútur: 4.

KA/Þór

Mörk: Aþena Einvarðsdóttir 6, Susanne Denise Pettersen 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Hildur Magnea Valgerisdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 21, Sif Hallgrímsdóttir 1 (51,2%).
Refsimínútur: 2.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Rýjateppi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 11:30

Að sjá raunveruleikann – Þrjú skref í átt að núvitund

Haukur Pálmason skrifar
06. janúar 2025 | kl. 06:00

Hjólreiðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. janúar 2025 | kl. 06:00

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00