Fara í efni
Pistlar

KA-maðurinn Mikael Breki æfir hjá Molde

Mikael Breki Þórðarson í æfingagalla Molde. Myndir af heimasíðu KA.

Mikael Breki Þórðarson, knattspyrnumaður úr KA, æfir með norska liðinu Molde FK þessa dagana og er þar til reynslu. „Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu,“ segir á heimasíðu KA í morgun.

Mikael Breki varð yngsti leikmaður KA í efstu deild, aðeins 15 ára, þegar hann kom inná og lék síðustu mínúturnar gegn ÍBV í fyrrasumar.

Á vef KA segir að Mikael Breki hafi tekið þátt í fyrstu æfingunni með Molde í gær, en á sunnudaginn var hann áhorfandi á leik Molde og HamKam. Með HamKam leikur KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason. Mikael Breki mun æfa út vikuna með Molde FK „og vonandi vekja áhuga Norðmannana,“ segir á KA-síðunni.

Molde er sögufrægt félag sem fimm sinnum hefur orðið Noregsmeistari, síðast árið 2022. Molde hefur sex sinnum orðið norskur bikarmeistari, síðast í fyrra. 

KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, sem leikur með HamKam, og Mikael Breki fyrir leik Molde og HamKam á sunnudaginn.

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00

„Ertu gjörsamlega orðinn galinn?“

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
14. september 2024 | kl. 06:00

Hver á að ala upp barnið mitt? Við þurfum allt þorpið

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
13. september 2024 | kl. 06:00

Reiði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. september 2024 | kl. 08:50

Lífviður frá Asíu

Sigurður Arnarson skrifar
11. september 2024 | kl. 09:45

Verkstjórar eigin hugmynda

Magnús Smári Smárason skrifar
10. september 2024 | kl. 15:45