Fara í efni
Pistlar

Fyrsti sigurinn í höfn – KA lagði FH

Hrannar Björn Steingrímsson gerði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti utan vítateigs. Bakvörðurinn undirbýr hér fagnaðarstökkið eftir þetta fyrsta mark sitt í efstu deild í sex og félagar hans gleðjast að vonum. Mynd: Ármann Hinrik

KA-menn fögnuðu mikilvægum sigri, þeim fyrsta í Bestu deildinni í knattspyrnu í sumar, þegar FH-ingar komu í heimsókn í dag. Liðin voru í tveimur neðstu sætum efstu deildar Íslandsmótsins fyrir daginn með eitt stig en KA er komið upp í áttunda sæti, a.m.k. tímabundið, eftir 3:2 sigur í hörkuleik.

Hrannar Björn Steingrímsson, sem kom inn í byrjunarliðið á ný í dag, hélt upp á það með því að koma KA yfir með glæsilegu skoti utan vítateigs á 14. mín. Þetta er þriðja mark Hrannars í efstu deild og það fyrsta í sex ár!

Böðvar Böðvarsson jafnaði fyrir FH eftir hálftíma, en KA komst yfir á ný eftir rúman klukkutíma. Hallgrímur Mar Steingrímsson tók hornspyrnu og Ívar Örn Árnason skoraði. Upphaflega var markið skráð sem sjálfsmark á leikskýrslu en dómarinn breytti því síðar. Þegar FH jafnaði aðeins nokkrum mín. fyrir leikslok var hins vegar um sjálfsmark að ræða; barist var um boltann í vítateignum eftir hornspyrnu og boltinn hrökk í markið af Rodri, leikmanni KA.

Stuðningsmönnum KA varð eðlilega ekki um sel en tóku gleði sína á ný innan við mínútu síðar! Lið þeirra brunaði nefnilega fram í sókn strax eftir að leikurinn hófst á ný eftir jöfnunarmarkið og Bjarni Aðalsteinsson skoraði!

Leikskýrslan

Staðan

Meira síðar

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00

Júdasartré

Sigurður Arnarson skrifar
23. apríl 2025 | kl. 08:30

Saumaherbergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. apríl 2025 | kl. 11:30

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00