Fara í efni
Pistlar

Betri bær

Engir bensín- og dísilbílar
Bærinn verður betri eftir því sem rafbílum fjölgar og olíubílum fækkar á móti. Rafbílar nota betri orku sem við framleiðum sjálf. Hún er þar að auki miklu ódýrari þannig að samfélagið í heild hagnast verulega á því að skipta yfir í rafmagn. Rafbílar eru líka hljóðlátari.

Færri bílar
Bærinn verður betri eftir því sem færri þurfa að nota fólksbílinn til að komast allra sinna ferða. Með því að draga úr umferð bíla verður öryggið meira, loftgæðin batna, viðhald gatna minnkar og samfélagið í heild hagnast. Samgöngur á einkabíl eru dýrasta samgöngulausnin fyrir íbúana og samfélagið sem heild.

Minni bílar
Bærinn verður betri eftir því sem færri stórir bílar eru á götunum. Stórir bílar taka mikið pláss, eru þungir og valda mun meiri skaða ef þeir lenda í árekstri. Rannsóknir sýna t.a.m. að gangandi og hjólandi eru margfalt líklegri til að láta lífið ef þau verða fyrir stórum pallbíl heldur en fólksbíl. Vissulega þurfa einhverjir af ýmsum ástæðum að nota stóra bíla en það er í flestum tilfellum í krefjandi verkefni en ekki samgöngur innanbæjar.

Minna svifryk
Bærinn verður betri eftir því sem minna er af svifryki. Færri bílar og tæki, færri nagladekk, minni hraði og hreinni götur draga úr svifryki. Rannsóknir sýna að svifryk er heilsuspillandi loftmengun, sérstaklega fyrir börn og einstaklinga með alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma. Meira að segja fullfrísku fólki er ráðlagt að stunda hvorki erfiðisvinnu né líkamsrækt utandyra þegar svifryk mælist yfir mörkum.

Minni urðun
Bærinn verður betri eftir því sem við flokkum úrganginn okkar betur og nýtum hluti betur. Sem dæmi dregur lífrænn úrgangur sem ratar í réttan farveg verulega úr losun og nýtist til innlendrar orku- og áburðarframleiðslu.

Engin olía
Grímsey og Hrísey eru hluti af Akureyri og verða betri eyjar ef þær þurfa ekki að treysta á olíu. Grímsey er til dæmis nánast alfarið háð olíu, bæði til samgangna og orkuframleiðslu.

Minni bílaumferð, minna svifryk, minni olía, minni urðun er betri fyrir bæinn. Betri Akureyri er betri fyrir alla.

Guðmundur Haukur Sigurðarson er framkvæmdastjóri Vistorku ehf.

Furðutré í eyðimörk eða risagulrót á hvolfi?

Sigurður Arnarson skrifar
25. desember 2024 | kl. 11:30

Hið góða

Pétur Halldórsson skrifar
24. desember 2024 | kl. 14:00

Danska

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 11:30

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00