Kristján Gunnarsson
08. apríl 2025 | kl. 06:00
Kveðja
Berfættur á berangri
gengur hann
slóðir frá Sellandi
brosandi flytur hann
stemmurnar djúpum rómi
biður okkur að
láta minningar
um brosið á smalaslóð
létta sorgina
láta djúpu
tónana tala áfram
þökk sé þeim.
Jón Hlöðver Áskelsson