Fara í efni
Umræðan

Sveigjanleg þjónusta er málið fyrir okkur er við eldumst

Málefni þeirra sem eldast eru mál málanna í heilbrigðiskerfinu að mínu mati. Því miður þá berast nær vikulega fréttir af fráflæðisvanda Landspítalans. Orð sem gefur til kynna að inn á spítalanum liggja einstaklingar sem ekki geta farið í aðra þjónustu, er mætir þeirra þörfum, þeirra hæfni og þeirra getu, langflestir þeirra eru eldri en 75 ára. Fráflæðisvandi Landspítalans eru mæður okkar og feður, ömmur okkar og afar, langömmur okkar og langafar og eiga meira skilið en að vera álitin vandamál á stofnun og fyrir samfélagið.

Fráflæðisvandi Landspítalans er ekki nýr af nálinni en þessi setning þarf að hverfa úr orðaforða okkar því einstaklingar er eldast eiga meira skilið.

Til að setningin hverfi úr okkar orðaforða þarf að byrja á því að hugsa allt kerfið algerlega upp á nýtt. Við erum þjóð sem enn erum að keyra heilbrigðiskerfi sem hannað var í kringum aldamótin 1900 en það kerfi er að sjúkdómavæða það að eldast.

Við hljótum að sjá að samfélagið hefur tekið gríðarlegum breytingum á þessum 121 ári. Framfarir í læknavísindum, rannsóknum, lyfjum osfrv. hafa leitt til þess að við verðum eldri og heilbrigðari mun lengur. Þetta aukna heilbrigði hefur leitt til áskorana í heilbrigðiskerfi alls heimsins því jú færri hendur þurfa að standa undir þeim kostnaði er leiðir af sér við umönnun þeirra sem eldast hraustari sem og hendur verða færri til umönnunar á næstu árum og áratugum.

Hvar þurfum við að byrja við endurskipulagninguna. Jú við þurfum að byrja á því að fella niður veggi er hafa byggst upp í kerfinu. Við þurfum að einfalda það til muna, fella niður veggi er valda töfum á þjónustu og því miður oft á tíðum að þjónusta sé ekki veitt. Allt með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og ég tala nú ekki um álag á þann sem á þjónustunni þarf á að halda.

Við þurfum að grípa mun fyrr inn í með þjónustu til handa þeim er eldast sem tryggir þeirra öryggi og eykur þeirra andlegu og líkamlegu vellíðan. Því með því að fella niður veggi þá náum við að þjónusta fleiri einstaklinga með sama kostnaði og kerfið kostar í dag. Það þarf ekkert að auka mikið fjármagn við núverandi kerfi til að það þjónusti mun fleiri en það gerir í dag. Vissulega þurfum við að bregðast við þeim rekstrarvanda sem er í kerfinu í dag og hefur skapast á undanförnum árum vegna þeirra ákvarðanna sem teknar hafa verið en þar eru helstar launahækkanir, stytting vinnuvikunnar, hækkandi kostnaður vegna aðfanga og aukinn kostnaður við reksturs oft á tíðum eldra húsnæðis.

Þegar veggir hafa verið felldir niður, kerfið einfaldað, rekstarvandi liðinna tíma hefur verið leystur er hægt að byggja upp þjónustu er hentar betur því samfélagi sem við búum í.

Að mínu mati þarf ekki að byggja fleiri hjúkrunarrými. Við eigum nægilega mörg rými og þau eru heima hjá fólki því rannsóknir hafa leitt það í ljós að langflestir þeirra sem eldast vilja búa heima hjá sér við öryggi og umönnun eins lengi og kostur er. Þar er húsnæðið í umhverfi sem sá er eldist á og jú kannast við og líður vonandi vel í. Byggja þarf síðan upp þjónustu í kringum þann einstakling sem hana þarf á hverjum tíma. Sú þjónusta þarf að vera sveigjanleg og mæta þeim þörfum sem eru uppi á hverjum tíma. Þar eru heimaþjónusta, heimahjúkrun, dagþjálfanir og hjúkrunarheimilin þeir aðilar ásamt heilsugæslunni megin aðilar veitingu þjónustunnar.

Hér á Akureyri hefur í þrjú ár verið byggð upp sveigjanleg þjónusta í dagþjálfun til að mæta þörfum þeirra sem eldast og vilja búa áfram heima. Þjónustan er metin á hverjum tíma og eftir því mati er svo farið í hvaða þjónustu viðkomandi einstaklingur þarf. Við erum sem betur fer ekki öll eins og því er sú þjónusta sem við þurfum á hverjum tíma ekki alltaf sú sama. Hægt er að þjónusta mun fleiri einstaklinga fyrir þá fjármuni er fengust í fá hjúkrunarrými. Hægt er að grípa mun fyrr inn í ef aðstæður breytast hratt og ef aðstandendur þurfa hjálp eða hvíld við umönnun. Hefur þetta allt leitt til þess að einstaklingar geta búið mun lengur heima hjá sér sem skapar þá rými og pláss fyrir þá sem sannarlega þurfa á hjúkrunarrými að halda.

Það er skoðun þeirra sem þessa sveigjanlega þjónustu veita að hún lengi búsetu þjónustuþega umtalsvert, seinki innlögnum á hjúkrunarrými og ef til búsetu á hjúkrunarheimili kemur þá verður hún mun styttri en almennt gerist.

Því þarf að fella niður veggi til að hægt sé að veita sveigjanlega þjónustu víðar en bara í dagþjálfun. Þannig tekst að samræma og samnýta betur þjónustu til handa þeim er eldast með sama fjármagni og veitt er í kerfið í dag.

Viðreisn er sá flokkur sem hefur boðað frá stofnun það að einfalda kerfið. Einfalda það svo hægt sé að veita þjónustu á þeim tíma sem hana þarf að veita. Viðreisn hefur viljan, markmiðin og fólkið til að leiða þær breytingar sem þarf að gera á kerfinu svo hægt sé að veita sveigjanlega þjónustu til handa þeim er eldast. Það er trú okkar að það leiði til þess að orðið fráflæðisvandi Landspítalans hverfi úr orðaforða íslenskrar tungu.

Ingi Þór Ágústsson skiptar 7. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30