Kosningaþátttaka á Akureyri var 79,33%
Á Akureyri greiddu 11.400 manns atkvæði í alþingiskosningunum, 79,33% þeirra sem rétt höfðu til að kjósa. Á kjörskrá voru 14.378, á kjörstað á laugardag kusu 8.199 en utankjörfundaratkvæði voru 3.201.
Hér má sjá hvernig kjörsóknin var á Akureyri yfir daginn.
Kjörsókn á landinu í heild var örlítið lakari en í alþingiskosningum 2017. Alls greiddu 201.792 atkvæði í ár eða 80,1% kosningabærra manna en 81,2% árið 2017, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Kjörsókn var nokkuð jöfn á milli kjördæma. Í Norðvesturkjördæmi var hún mest, þar kusu 82%. Dræmust var hún í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðurkjördæmi þar sem 79% greiddu atkvæði. Kjörsóknin er örlítið betri en árið 2016 þegar 79,2% kosningabærra manna kusu,“ segir á mbl.is þar sem vísað er í Morgunblaðið. Nánar hér