Fara í efni
Umræðan

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Njáll Trausti Friðbertsson er í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í þeim tvísýnu þingkosningum sem framundan eru.

Miklu skiptir að tryggja Njál Trausta áfram þingsæti. Hann býr yfir þekkingu, reynslu og hæfileikum í stjórnmálum. Hann er farsæll í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, á auðvelt með að fá fólk til að starfa með sér og draga fram það besta hjá samstarfsfólki. Sem þingmaður hefur hann sýnt dugnað, verið fyrirmynd, heiðarlegur og hefur óflekkað mannorð.

Reynsla og tengsl Njáls Trausta við atvinnulíf og áralöng árangursrík þátttaka í sveitarstjórnmálum hefur skilað miklu. Kröftugt starf hans á Alþingi frá árinu 2016 hefur verið Norðausturkjördæmi til farsældar og þjóðarinnar allri. Formennska hans í fjárlaganefnd segir þá sögu.

Við höfum þekkt og starfað með Njáli Trausta Friðbertssyni um árabil sem nú býður sig fram í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

Við kjósum Njál Trausta og hvetjum alla Norðlendinga að gera slíkt hið sama. Hann verður að tryggja áfram á þing.

Inga Stella Pétursdóttir er deildarstjóri á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri

Elín Dögg Gunnars Väljaots er fjármálastjóri Dekkjahallarinnar

Ólöf Hallgrímsdóttir er ferðaþjónustubóndi, Vogafjósi í Mývatnssveit

Gunnlaugur Eiðsson er aðstoðarforstjóri Kjarnafæðis Norðlenska

Arngrímur B. Jóhannsson er fyrrverandi flugstjóri

Guðmundur Bjarnason er bóndi á Svalbarði

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15