Fara í efni
Umræðan

Sögulegt tækifæri

Framundan er sögulegt tækifæri til breytinga til hins betra á Íslandi. Á laugardaginn gengur þjóðin að kjörborðinu og tekur ákvörðun um hvernig landinu verður stýrt næstu árin. Þessar kosningar munu snúast um það hvaða flokkur er líklegastur til að tryggja að alvöru breytingar verði gerðar. Breytingar sem þjóðin kallar eftir.

Undanfarin tvö ár höfum við í Samfylkingunni átt í virku samtali við fólk og fyrirtæki um allt land. Við höfum lagt við hlustir og boðum nú nýtt upphaf. Við munum negla niður vexti, laga heilbrigðiskerfið og laga Ísland. Hljóti Samfylkingin til þess nægilega sterkt umboð í komandi kosningum munum við tryggja að ráðist verði í þessar nauðsynlegu breytingar. Sterk Samfylking tryggir breytingar.

Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra til þess verkefnis í Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu ársins. Svo að svo megi verða verða þessir sömu að setja x við s á kjördag.

Valkostirnir í kosningunum á laugardaginn kemur eru skýrir. Sömu flokkar og hafa skapað glundroðann og kyrrstöðuna sem við sitjum uppi með. Stífar hægri áherslur með samsvarandi niðurskurði og aðför að velferðarkerfunum okkar og enn meiri ójöfnuðu. Eða sterk og stór Samfylking, öflug og skilvirk ríkisstjórn sem setur velferð, jöfnuð og uppbyggingu á oddinn.

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson eru í fjórum efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmum í alþingiskosningunum á laugardaginn.

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00