Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Guðmundsson – lífshlaupið

Sigurður Guðmundsson fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars 1969. Hann lést í Lusaka, höfuðborg Sambíu, 19. apríl 2022.

Foreldrar hans eru hjónin Guðmundur Karl Sigurðsson, f. 20.2. 1945, og Laufey Brynja Einarsdóttir, f. 22.12. 1947. Systkini Sigga eru Arnar, f. 1.7. 1965, maki: Margrét Dóra Eðvarðsdóttir, f. 3.2. 1963; Guðrún Björk, f. 12.10. 1972, maki: Ólafur Hrafnsson, f. 14.10. 1969; Tinna Berglind, f. 29.3. 1974, maki: Konráð Vilhelm Bartsch, f. 10.8. 1971; Nanna, f. 19.6. 1977; Ragnhildur Rós, f. 14.12. 1981, maki: Ólafur S.K. Þorvaldz, f. 12.5. 1980; og Anna Gunndís, f. 23.2. 1983, maki: Einar Aðalsteinsson, f. 11.9. 1987.

Hinn 19. júní 2020 kvæntist Siggi heittelskaðri eiginkonu sinni, Njavwa Namumba, f. 3.4. 1992. Foreldrar hennar voru Martin Simumba, f. 27.1. 1961, d. 8.9. 2005, og Petronella Mukuka Simumba, f. 22.7. 1964, d. 7.1. 2007.

Siggi var áður kvæntur Jonnu Jónborgu Sigurðardóttur, f. 2.7. 1966. Börn Sigga með Jonnu eru Kolfinna Frigg, f. 1.3. 1998, Guðmundur Karl, f. 13.12. 1999, og Sjöfn, f. 14.2. 2006. Sonur Sigga og Njavwa er Óðinn Muzima Sigurðsson, f. 15.6. 2021. Stjúpbörn Sigga, börn Jonnu, eru: Selma Sigurðardóttir, f. 15.2. 1988, og Sigurður Halldór Eggertsson, f. 2.1. 1984.

Siggi ólst upp á Akureyri. Hann gekk í Lundarskóla og þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lauk síðan stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann fór þá í sína fyrstu heimsreisu af mörgum til Brasilíu, sem kveikti hjá honum ævintýraþrá sem leiddi hann í ferðalög um allan heim. Siggi vann lengi vel í verslun afa síns og nafna, Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar á Akureyri, sem síðar hét Leikfangamarkaðurinn - Siggi Gúmm og var þá í eigu föður hans. Hann var umsvifamikill kaupsýslumaður og stofnaði sína eigin minjagripaverslun, The Viking, með tvær hendur tómar, sem á endanum urðu níu verslanir í heildina. Pólitík var honum hugleikin og sneri hann sér að bæjarpólitíkinni á Akureyri eftir að hafa verið harðgiftur Sjálfstæðisflokknum til fjölda ára og tók sæti sem bæjarfulltrúi Bæjarlistans á Akureyri.

Siggi var ævintýramaður af guðs náð, hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, vinmargur, hjálpsamur, greiðvikinn og mikill dýravinur. Hann mátti ekkert aumt sjá og hefur gert ófá góðverkin sem fæstir vita af.

Langstærstan hluta ævi sinnar bjó Siggi á Akureyri en síðustu árin bjó hann í Lusaka í Sambíu.

Útför Sigga fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. júní , klukkan 13.00. Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Smellið hér til að horfa.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01