Fara í efni
Umræðan

Ósýnilega fólkið

Á götum bæjarins og í almenningsrýmum hitti ég alltaf færri og færri þeirra sem tilheyra jaðarhópum, rónarnir í Reykjavík, hvar eru þeir? Fólkið sem á við geðraskanir að stríða, hvar er það? Ég velti fyrir mér af hverju.

Þar sem ég hef verið að vinna með ungmennum undanfarin ár þá koma til okkar ungmenni með geðraskanir og mér er umhugað um þau. Að vera með áskoranir sem þessar, geðraskanir er ekki einfalt, mörg hver eru tilbúin að taka að sér hlutastörf en undanfarin tvö sumur hafa bæði færri viljað og getað veitt þeim tækifæri. Blöndun þeirra „heilbrigðu“ og þeirra sem hafa ýmsar áskoranir fara sífellt fækkandi, því miður.

Ég ólst upp í samfélagi þar sem allir voru saman með sínum kostum og göllum, ólst upp á tilraunabúi ásamt fjölskyldu minni og starfsfólki búsins. Ég átti dásamlega æsku, inn á heimilið komu bændurnir í sveitinni og ég afgreiddi bensínið þá 5 ára gömul. Túristar og embættisfólk kom að skoða húsið sem á sér áhugaverða sögu, listafólk að dvelja í húsinu og lengi má telja. Ég ólst upp við að við værum öll jöfn. Er fjölskyldan lauk þessu svakalega verkefni sem tilraunabúið var þá fórum við aftur í borgina. Það var sjokk því þar áttaði ég mig á að við erum ekki jöfn. Ég átti vini úr öllum stéttum og fann mun á aðstöðu vina minna. Að alast upp í sveitinni og með þessum viðhorfum að við værum öll jöfn hefur reynst mér mikill fengur sem ég bý að alla ævi. Ég hef getað talað við alla, sett mig í spor fólks en vissulega var ég haldin ákveðinni stéttablindu eins og þorri þjóðar.

Í dag er öldin önnur. Nýfrjálshyggjan hefur gert okkur margan grikkinn, við erum öll sett í sitt hvora stíuna, aldraðir á elliheimili eða þau sem eru það heppin og komast að, börnin í leikskóla með sínum jafnöldrum, fólk með geðrænar áskoranir er haldið utan vinnumarkaðar osfrv.

Áður en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ná heilbrigði og fá aðstoð við að hætta í neyslu, þá ung kona í Reykjavík, var ég eins og svo margir aðrir í þeirri stöðu orðin ansi veik. Fyrst fékk ég hjálp innan geð batterísins og þekki kerfið þar, að vísu eru þó nokkur mörg ár síðan eða um 30 ár….miðað við það sem ég heyri í dag þá hefur ekki mikið breyst. Svipuð lyf og svipuð aðferðafræði. Þessu þurfum við að breyta.

Við verðum að styðja við viðkvæma hópa og halda utan um þau, fá þeirra kunnáttu og miklu visku okkur til handa.

Að vera með fólki með geðraskanir er hvíld, mér líður hvergi betur og ég áttaði mig á því fyrir stuttu af hverju: fólk með geðraskanir er meðvitað um sínar raskanir á meðan hinir „heilbrigðu“ eru yfirleitt ekki meðvitaðir. Allt upp á borðum og með því höfum við frekar auðmýkt sem smitast út í öll okkar samskipti því eins og Bubbi sagði í Hörpunni á afmæli hennar um daginn „það eina sem skiptir máli er kærleikur og ást.“

Í tilboði okkar Sósíalista „Útrýmum fátækt árið 2022“ er skýrt sem og í fleiri tilboðum að taka þarf á húsnæðisvanda okkar, alltof fá félagsleg húsnæði eru í boði og þar af leiðandi er leigan of há fyrir okkur flest sem og lítið öryggi. Fyrir ungt fólk með geðraskanir er ekki einfalt að fá húsnæði vegna fordóma og lítilla fjármuna sem þeim er skaffað ef við gefum okkur að þau fái bætur. Í sama tilboði fjöllum við um að engin á að vera með minna en lágmarkslaun. Og annað er að við sem samfélag þurfum að byggja upp almannasamtök í landinu þannig að fólkið í landinu hafi meira um landið sitt og samfélag að segja.

Nú er verið að setja mikið fjármagn eða áætlaðar 80 milljarðar króna í nýjan spítala á höfuðborgarsvæðinu og ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild þar sem er skammarlegt. Ég furða mig á þessarri aðferðafræði sem tekur ekki allar deildir spítalans með í reikninginn.

Guðrún Þórsdóttir er í 3. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30