Fara í efni
Minningargreinar

Magnús Guðlaugur Lórenzson – lífshlaupið

Magnús Guðlaugur Lórenzson fæddur 25. nóvember 1934 á Akureyri. Hann lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri 24. ágúst 2023.

Foreldrar hans voru Lórenz Halldórsson sjómaður á Akureyri f. 23. febrúar 1904 á Eskifirði dáinn 25. janúar 1995 og kona hans Aðalheiður Antonsdóttir f. 2. janúar 1907 á Urðum í Svarfaðardal dáin 29. ágúst 1978.

Systkini Magnúsar: Pálina Axelína f. 14. september 1928, d. 20. júlí 2010, Gunnar Halldór f. 22. október 1929, d. 17. febrúar 2015, Gísli Kristinn f. 7. nóvember 1937, Steinunn Guðbjörg, f. 7. febrúar 1941, Ingibjörg Hafdís f. 7. maí 1943 og Skúli Viðar f. 15. janúar 1947.

Magnús giftist þann 26. júni 1957 eiginkonu sinni til 66 ára Elínu Björgu Eyjólfsdóttur f. 14. desember 1936 í Reykjavík, dáin 30. júní 2023. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Júlíus Einarsson f. 1906, d. 1986 og Ásgerður Hulda Karlsdóttir f. 1910, d. 1940. Stjúpmóðir Elínar Bjargar var Guðrún Árnadóttir f. 1910, d. 2003.

Börn Elínar Bjargar og Magnúsar:

1) Ásgeir, f. 1957, kona hans er Þóra Úlfarsdóttir f. 1960, þeirra börn: Magnús, f. 1985, Þóra Björg, f. 1988 maður hennar er Håvard Syvertsen, f. 1995, c) Erla, f. 1994.

2) Aðalheiður, f. 1959, maður hennar er Sigurgeir Sigurðsson, f. 1956, þeirra börn eru: Halldóra Friðný, f. 1980, maður hennar er Bragi Rúnar Jónsson, f. 1968. Halldóra á tvær dætur. Heimir, f. 1989 kona hans er Halla Björg Kolbeinsdóttir, f. 1987, þau eiga tvo syni.

3) Eyjólfur, f. 1964, börn hans og fyrrverandi konu hans eru: a) Jón Ágúst, f. 1990, kona hans er Bára Sigurðardóttir, f. 1987, þau eiga þrjá syni. Einar Ómar, f. 1994, kona hans er Ingibjörg Helgadóttir, þau eiga tvo syni. Elín Björg, f. 1999. Stjúpdóttir Eyjólfs er Guðrún Sædís Harðardóttir f. 1982, hennar maður er Bjarki Sigurðsson f. 1995 og eiga þau þrjú börn.

4) Guðrún Jóna, f. 1967, maður hennar er Óli Björn Björgvinsson, f. 1967, börn þeirra eru: Karen Lind, f. 1989, maður hennar er Eirik Godö Elgvin, f. 1992, þau eiga tvo syni. Lórenz Óli, f. 1992, kona hans er Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir f. 1993, þau eiga tvær dætur. Inga Bjarney, f.1999, maður hennar er Bergþór Ingi Smárason f. 1995, Ólöf Rún f. 2001, maður hennar er Ingvi Þór Guðmundsson f. 1998.

Magnús var í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1951, lauk Iðnskólanum á Akureyri 1954, vélvirkjanámi í Vélsmiðjunni Atla 1955, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1956 og rafmagnsdeild 1957.

Magnús og Elín fluttu til Akureyrar eftir að Magnús lauk námi og byggðu sér hús í Lyngholti 2, ásamt bróður hans og mágkonu. Þar bjuggu þau í 30 ár en fluttu þá í Arnarsíðu 6a þar til árið 2003 að þau fluttu í Lindasíðu 39.

Magnús elskaði að hafa fjölskylduna nálægt sér. Hann var mikill veiðimaður hvort heldur var skotveiði eða lax og silungsveiði.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01