Jón Bjarnason – lífshlaupið
Jón Bjarnason úrsmiður fæddist í Reykjavík 26. janúar 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. júní 2024, á 89. aldursári.
Foreldrar Jóns voru hjónin Bjarni Jónsson, f. 30.8. 1900, d. 7.5. 1980, úrsmiður á Akureyri, og Ólöf Guðmundsdóttir, f. 17.10. 1912, 30.10. 1990, húsfreyja og verkakona á Akureyri.
Systkini Jóns: Guðmundur Bjarnason, f. 1937, d. 1946; Pétur Bjarnason, f. 1939, d. 1976, verkfræðingur og hafnarstjóri á Akureyri; Kristófer Bjarnason, f. 1942, d. 1946; Stefán Bjarnason, f. 1945, d. 2023, úrsmiður í Kópavogi; Guðmundur Bjarnason, f. 1948, d. 1959; Kristófer Bjarnason, f. 1948, d. 1959.
Eiginkona Jóns er Sigrún Helgadóttir, fædd 8. mars 1936, húsmóðir og skrifstofumaður. Þau gengu í hjónaband 1957.
Börn Jóns og Sigrúnar eru þrjú: 1) Sif, fædd 1959, líffræðingur, búsett í Reykjavík; 2) Ólöf, fædd 1962, fiðlukennari, búsett í Milwaukee í Bandaríkjunum. Maki: Þorsteinn Skúlason húðsjúkdómalæknir. Börn: Sæunn, f. 1984, og Skúli, f. 1991; 3) Bjarni, fæddur 1965, úrsmiður á Akureyri. Maki: Soffía Einarsdóttir, f. 1972, sjúkraþjálfari. Börn: Jón Oddur, f. 1991, Einar Breki, f. 1995, Brynja Marín, f. 2001, og Katla, f. 2007.
Jón fluttist til Akureyrar 1939 og bjó þá í Brekkugötu 31 en árið 1955 flyst fjölskyldan síðan í Byggðaveg 111. Árið 1959 flutti Jón í Goðabyggð 16 í hús sem þau hjónin byggðu. Þar bjuggu þau í 40 ár og ólu upp börn sín í samheldnu samfélagi götunnar. Árið 1943 byggðu foreldrar Jóns sumarhús á Svalbarðseyri, úr landi Svalbarðs þar sem fjölskyldan undi sér flest sumur og Jón tók þar við og naut stundanna í náttúrunni til síðasta dags við trjárækt , smíðar og annað dundur.
Jón lauk prófi í úrsmíði 1956 og hélt ári síðar til Bienne í Sviss í framhaldsnám í greininni. Hann starfaði fyrst á úrsmíðaverkstæði föður síns, en opnaði eigið úrsmíðaverkstæði og verslun árið 1961.
Jón starfaði mikið að félagsmálum og var viðloðandi íþróttir alla tíð. Á árum áður t.d. við tímatökur á skíða og frjálsíþróttamótum.
Jón starfaði innan Oddfellow-reglunnar í liðlega 60 ár.
Útför Jóns Bjarnasonar verður frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 12. júlí kl. 13.00.