Hilmar Henry Gíslason - lífshlaupið
Hilmar Henry Gíslason fæddist á Akureyri 29. febrúar 1936. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð 30. mars síðastliðinn. Foreldrar Hilmars voru hjónin Gísli Marinó Ólafsson, f. 28.6. 1906, d. 17.11. 1995, og Anna Kristín Ásgeirsdóttir, f. 6.12. 1913, d. 7.8. 1999. Alsystkini Hilmars eru Hreiðar, f. 31.7. 1940, Marselía, f. 8.3. 1942, og Anna Sigríður, f. 24.5. 1954. Hálfsystir Hilmars, samfeðra, var Þóra Erla, f. 25.10. 1930, d. 19.12. 2018.
Hilmar giftist Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, f. 22.12. 1938, d. 18.2. 2021. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur Kristinn, f. 2.4. 1965, í sambúð með Öldu Ómarsdóttur. Börn: Ingibjörg Íris, í sambúð með Sigþóri Jens Jónssyni, Sara og Rannveig Tinna. 2) Ólafur Gísli, f. 12.2. 1967, giftur Evu Sif Heimisdóttur. Börn: Eva Kristín og Emma Guðrún. Eva Sif á einnig Ölmu Karen og Daníel Þór. 3) Kristín, f. 10.7. 1969, gift Jóhannesi Gunnari Bjarnasyni. Börn: Arndís og Bjarney Hilma. Áður átti Hilmar Guðveigu Jónu, f. 19.6. 1962. Eiginmaður hennar er Stefán Örn Ástvaldsson. Þeirra börn eru Brynja, gift Guðna Rúnari Logasyni, og Hlynur, í sambúð með Sigrúnu Tinnu Gissurardóttur. Barnabarnabörn Hilmars eru fjögur.
Hilmar ólst upp á Eyrinni, í Fjólugötu 11. Hann hóf 17 ára starf sem bílstjóri og var einn af stofnendum Hópferða sf. Í kringum 1970 gerðist hann bæjarverkstjóri á Akureyri og starfaði sem slíkur til þar til hann lét af störfum sökum aldurs.
Hilmar var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir. Hann var í seinni tíð forfallinn golfari en hóf ungur að leika knattspyrnu fyrir Þór og síðar Íþróttabandalag Akureyrar. Hann spilaði einnig lengi vel með hinu víðfræga knattspyrnuliði Early Sunrise. Hilmar var heiðursfélagi í Íþróttafélaginu Þór.
Athöfnin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. apríl 2021, klukkan 13.00.