Fara í efni
Minningargreinar

Hilmar Henry Gíslason - lífshlaupið

Hilm­ar Henry Gísla­son fædd­ist á Ak­ur­eyri 29. fe­brú­ar 1936. Hann lést á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð 30. mars síðastliðinn. For­eldr­ar Hilm­ars voru hjón­in Gísli Marinó Ólafs­son, f. 28.6. 1906, d. 17.11. 1995, og Anna Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, f. 6.12. 1913, d. 7.8. 1999. Al­systkini Hilm­ars eru Hreiðar, f. 31.7. 1940, Marsel­ía, f. 8.3. 1942, og Anna Sig­ríður, f. 24.5. 1954. Hálf­syst­ir Hilm­ars, sam­feðra, var Þóra Erla, f. 25.10. 1930, d. 19.12. 2018.

Hilm­ar gift­ist Ingi­björgu Þor­valds­dótt­ur, f. 22.12. 1938, d. 18.2. 2021. Börn þeirra eru: 1) Þor­vald­ur Krist­inn, f. 2.4. 1965, í sam­búð með Öldu Ómars­dótt­ur. Börn: Ingi­björg Íris, í sam­búð með Sigþóri Jens Jóns­syni, Sara og Rann­veig Tinna. 2) Ólaf­ur Gísli, f. 12.2. 1967, gift­ur Evu Sif Heim­is­dótt­ur. Börn: Eva Krist­ín og Emma Guðrún. Eva Sif á einnig Ölmu Kar­en og Daní­el Þór. 3) Krist­ín, f. 10.7. 1969, gift Jó­hann­esi Gunn­ari Bjarna­syni. Börn: Arn­dís og Bjarney Hilma. Áður átti Hilm­ar Guðveigu Jónu, f. 19.6. 1962. Eig­inmaður henn­ar er Stefán Örn Ástvalds­son. Þeirra börn eru Brynja, gift Guðna Rún­ari Loga­syni, og Hlyn­ur, í sam­búð með Sigrúnu Tinnu Giss­ur­ar­dótt­ur. Barna­barna­börn Hilm­ars eru fjög­ur.

Hilm­ar ólst upp á Eyr­inni, í Fjólu­götu 11. Hann hóf 17 ára starf sem bíl­stjóri og var einn af stofn­end­um Hóp­ferða sf. Í kring­um 1970 gerðist hann bæj­ar­verk­stjóri á Ak­ur­eyri og starfaði sem slík­ur til þar til hann lét af störf­um sök­um ald­urs.

Hilm­ar var alla tíð mik­ill áhugamaður um íþrótt­ir. Hann var í seinni tíð for­fall­inn golfari en hóf ung­ur að leika knatt­spyrnu fyr­ir Þór og síðar Íþrótta­banda­lag Ak­ur­eyr­ar. Hann spilaði einnig lengi vel með hinu víðfræga knatt­spyrnuliði Ear­ly Sunrise. Hilm­ar var heiðurs­fé­lagi í Íþrótta­fé­lag­inu Þór.

At­höfn­in fer fram frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju í dag, 16. apríl 2021, klukk­an 13.00.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01