Fara í efni
Minningargreinar

Haraldur Ólafsson

Jæja elsku pabbi og tengdapabbi, þá er komið að kveðjustund.

Þú varst einstakur maður og hafðir góða nærveru. Lífið breytist við að missa þann sem maður elskar. En minningarnar lifa. Og þær eru margar til að ylja sér við. Ferðalögin sem við fórum saman, öll skiptin sem þú dvaldir hjá okkur á Ströndinni og allar kaffiheimsóknirnar í Víðilundinn.

Næstu jól verða sérstök, enginn Halli afi í Tíunni. Þér var umhugað um velferð allra þinna afkomenda, vina okkar og kunningja. Sýndir öllu/öllum áhuga. Hvernig gengur hjá þessum og hvernig líður hinum, hvernig var aflinn í dag, voru ekki óalgengar spurningar. Húmorinn alltaf með í farteskinu, og skrítlurnar (brandarar) lifa með okkur. Uppáhalds tengdasonurinn leitar að nýjum félaga til að grínast í.

Við vorum alltaf í miklu sambandi og fá að eyða með þér, nótt sem degi síðustu dagana er ómetanlegt. Auðvitað erfitt að horfa á lífið fjara út, en við fengum svo góða umönnun hjá starfsfólkinu á skurðlækningadeildinni, sem eru englar í mannsmynd.

Síðastu ár naut pabbi þjónustu heimahjúkrunar HSN. Og þarna voru/eru dásamlegir starfsmenn sem heilluðu karlinn okkar. Það leið vart sá dagur að hann hafði ekki á orði hve dásamleg þau væru. Og kveðjur og þakkir eiga þau skilið enn og aftur. Sem og heimilishjálpinni sem hann náði vinskap við.

Við erum viss um að þér líður vel í sumarlandinu og búinn að gefa mömmu knúsið sem við báðum þig um að skila til hennar. Þín verður sárt saknað og þúsund þakkir fyrir allt.

Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.

(Káinn)

Hvíl í friði elsku pabbi.
Guðrún María og Ólafur.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01