Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Kær vin­kona, Halla Sól­veig, er lát­in, allt of snemma. Við erum búin að vera vin­ir síðan við vor­um ung­ling­ar og að eiga svona trausta og góða vini eins og þau hjón, Sollu og Val, er ómet­an­legt. Við vor­um sam­an í grunn­skóla, Odd­ur, Val­ur og Solla, og Magga small svo inn í hóp­inn. Við höf­um farið í marg­ar hjóla­ferðir til út­landa, hjólað hér inn­an­lands, farið sam­an í úti­leg­ur og brallað ým­is­legt sam­an. Magga og Solla gengu oft sam­an og fóru í kaffi hvor til annarr­ar. Þar voru málið rædd af ein­lægni og vináttu. Oft var glatt á hjalla hjá þeim, því Solla er ein­læg, góður hlust­andi, full af húm­or og með góða frá­sagn­ar­hæfi­leika. Hún sá alltaf já­kvæða hlið á öllu. Til dæm­is þegar son­ur okk­ar skír­ir yngstu dótt­ur sína Hall­veigu var Solla ekki lengi að segja að hún hefði fengið nöfnu. Solla var alltaf glöð og hafði sér­stak­lega góða nær­veru.

Fjöl­skyld­an er dýr­mæt og það er óhætt að segja að hún var Sollu mik­ils virði, og þeim hjón­um. Sam­band þeirra við börn­in var af­skap­lega gott og kær­leiks­ríkt. Barna­börn­in voru ekki svik­in af því að eiga svona afa og ömmu.

Núna þegar Solla er lögð af stað í ferðina miklu sitj­um við hér eft­ir með sorg í huga og ótal spurn­ing­ar. En eins og stend­ur í Há­va­mál­um: „En orðstír deyr al­dregi, hveim er sér góðan get­ur“ þá mun Solla lifa áfram í hjört­um okk­ar og við mun­um ylja okk­ur við góðar minn­ing­ar um kæra vin­konu.

Kæri Val­ur, Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Inga Lind, Sigrún Eva, tengda­börn og barna­börn, orð mega sín lít­ils, en okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur. Guð og góðar vætt­ir verndi ykk­ur og styrki. Munið G.Æ.S.-ina henn­ar Sollu.

Mar­grét Harpa og Odd­ur Helgi

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00