Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Nú eru 19 ár síðan Elv­ar minn kynnti mig fyr­ir for­eldr­um sín­um. Strax við fyrstu kynni var auðséð hversu sam­held­in Solla og Val­ur voru sem hjón og börn­un­um sín­um góðar fyr­ir­mynd­ir.

Solla var sönn fjöl­skyldu­mann­eskja. Hún lagði mikið upp úr sam­veru­stund­un­um og var æv­in­lega um­hugað um að öll­um liði vel. Strák­arn­ir okk­ar hafa alltaf beðið með eft­ir­vænt­ingu að kom­ast í nota­leg­heit­in hjá ömmu og afa í Sunnu­hlíðinni. Þau hafa verið þeim svo hlý og góð og áhuga­söm um allt sem þeir taka sér fyr­ir hend­ur. Solla var góð tengda­mamma og reynd­ist mér ætíð vel. Það var auðvelt að tala við hana og við tvær gát­um rætt allt milli him­ins og jarðar, hvers­dags­lega hluti eða al­var­legri mál. Hún var ávallt til­bú­in til að hlusta og miðla af reynslu sinni þegar við átti. Sá eig­in­leiki hef­ur komið að góðum not­um í starfi henn­ar í bank­an­um. Það er næsta víst að ófá­ir viðskipta­vin­irn­ir hafa séð eft­ir Sollu þegar hún lét af störf­um, enda var hún ein­stak­lega in­dæl og þægi­leg í sam­skipt­um. Það var líka stutt í húm­or­inn hjá Sollu og við hlóg­um mikið sam­an.

Solla var svo sann­ar­lega glæsi­leg kona. Árin virt­ust ekki setja mark sitt á hana eins og okk­ur hin. Hún var alltaf svo smekk­lega til fara, með dökka hárið fal­lega greitt og negl­urn­ar oft­ar en ekki lakkaðar. Hún var fag­ur­keri sem vildi hafa huggu­legt í kring­um sig og ber heim­ili þeirra hjóna þess glöggt merki. Solla var líka dá­sam­lega pjöttuð og lítið gef­in fyr­ir sull og óhrein­indi. Við göntuðumst með það í fjöl­skyld­unni að börn­in þeirra Sollu og Vals væru öll með minnst þrjár teg­und­ir af of­næmi því heim­ilið var alltaf svo hreint.

Solla var meðvituð um heilsu­sam­legt líferni og mataræði. Hún stundaði reglu­lega hreyf­ingu og nú síðustu ár áttu hjól­reiðar all­an hug þeirra hjóna. Solla og Val­ur kunnu að njóta lífs­ins og höfðu unun af að ferðast, jafnt inn­an­lands sem utan. Í gegn­um árin hafa þau farið víða um heim, og þá voru þau líka dug­leg að ferðast um landið með hjól­hýsið í eft­ir­dragi. Síðastliðin sum­ur hafa Ari og Atli farið með ömmu og afa í úti­legu í Ártún þar sem þau stjönuðu við þá í hví­vetna. Þeim varð tíðrætt um hversu góður mat­ur­inn hafi verið og að amma hafi reitt fram hverja veislu­máltíðina á fæt­ur ann­arri í úti­leg­unni. Solla var al­gjör töfra­kona í eld­hús­inu. Nú á jól­um verður mér hugsað til þess hvernig hún töfraði fram ótal smá­kökusort­ir, boll­ur, snúða, kök­ur, heilu máltíðirn­ar og eft­ir­rétti að því er virt­ist fyr­ir­hafn­ar­laust. Ég bæði furðaði mig á og dáðist að því hvernig hún fór að þessu. Svo var hún líka nýj­unga­gjörn og óhrædd við að prófa nýj­ar upp­skrift­ir. Það var ófá­um sinn­um sem við bár­um sam­an bæk­ur okk­ar, skipt­umst á upp­skrift­um og rædd­um um mat.

Mikið óskap­lega eig­um við eft­ir að sakna Sollu. Mér þykir óend­an­lega sárt til þess að hugsa að börn­in okk­ar fái ekki að al­ast upp með hana inn­an seil­ing­ar en á sama tíma er ég þakk­lát fyr­ir þann gæðatíma sem við feng­um með henni, og að við eig­um ótal góðar minn­ing­ar um Sollu til að hlýja okk­ur við.

Takk fyr­ir allt og allt, elsku Solla mín.

Anna Mar­grét

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01