Fara í efni
Umræðan

Flóttamaður verður íslenskur frambjóðandi

Kæru kjósendur, ég heiti Dusanka Kotaras og skipa 12. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég ætla að segja aðeins frá mér og minni upplifun á Íslandi en ég kom til landsins sem flóttamaður ásamt fjölskyldu minni og fimm öðrum fjölskyldum.

Ég er 54 ára kona, lærður kokkur frá Króatíu og lærði matartækni á Íslandi. Ég starfa sem matráður í Giljaskóla á Akureyri og hef starfað þar síðan árið 2003. Ég á mann og tvær dætur. Elsta dóttir mín er með meistaragráðu í kennararéttindum og starfar sem leikskólakennari og yngsta dóttir mín lauk meistaragráðu í lögfræði og starfar sem sérfræðingur hjá íslensku tryggingafélagi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma til landsins og skólaganga stelpnanna minna hefur gert mig stolta og mér finnst við vera að skila til baka til íslensks samfélags.

Tíminn líður hratt og ég hugsa oft hvar við værum ef við byggjum enn þá í flóttamannabúðum og ekki flutt hingað til landsins. Komu okkar til landsins upplifði ég sem tækifæri en ég var líka rosalega hrædd um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þann 24. mars 2003 var rigning og þoka á Akureyri og hjartað sló ört. Við stigum út úr flugvélinni og á móti okkur tóku brosandi andlit margra bæjarfulltrúa sem buðu okkur velkomin. Í framhaldi fengum við kynningu og kennslu á allri þjónustu, skólakerfi, heilbrigðisþjónustu, reglum, réttindum og skyldum okkar en það ferli tók eitt ár. Kennslan byrjaði í Giljaskóla fyrir fullorðna fólkið en börnin byrjuðu meira og minna strax í sínum bekkjum og tvö yngstu byrjuðu í leikskólanum Kiðagil.

Flest ykkar ágætu félagar þekkið ekki hvernig það er að koma hingað sem flóttamaður og innflytjandi. Við gengum í gegnum súrt og sætt til að sameinast íslensku samfélagi. En ýmsar ástæður eru fyrir því. Íslenska er mjög erfitt tungumál sem varð til þess að við áttum erfitt með að tjá okkur og eiga samræður við Íslendinga. Að auki er menning okkar ólík og okkur gekk erfiðlega að passa inn í íslenska samfélagið. Þetta var fyrsta flóttamannaverkefni sem Akureyrarbær tók þátt í og allir gerðu sitt besta en það vantaði ýmislegt upp á.

Mín skoðun er sú að Ísland er alltaf tilbúið að bregðast við og hjálpa fólki. Þarna tengi ég vel við stefnu Viðreisnar. Vegna þess að Viðreisn vill efla tengsl okkar við Evrópusambandið og þar með axla ábyrgð og hjálpa öllu fólki sem lendir í stríði, þarf að flýja hamfarir og leitar að nýjum tækifærum.

Elsku kjósendur, kjósið það sem hjartað segir ykkur en ekki gleyma að Viðreisn er með stefnu sem kemur til móts við þann raunveruleika sem heimurinn býr við. Okkar flokkur er með skýra sýn og er tilbúinn að koma til móts við flóttafólk og gefa því tækifæri og framtíð.

Takk fyrir mig og mína sem fengu tækifæri og betri framtíð.
Gefðu framtíðinni tækifæri.

Dušanka Kotaraš skipar 12. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningarnar 25. september.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30