Daníel Snorrason – lífshlaupið
Daníel Snorrason fæddist 29. júlí árið 1952 á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 15. mars 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Ósk Björnsdóttir, f. 30. nóvember 1917, dáin 3. apríl 2003, og Snorri Ólafsson yfirlæknir, f. 22. ágúst 1910, d. 1. júlí 1997.
Systkini Daníels eru Ólöf, f. 1937, Björn Magnús, f. 1939, Ólafur Dan, f .1942 og Þorbjörg, f. 1945.
Daníel giftist Sigurunni Agnarsdóttur þann 14. apríl 1974, en þau skildu árið 1991. Börn þeirra eru Agnar Hlynur Daníelsson, f. 24. júlí 1971, giftur Maríu Dögg Aðalsteinsdóttur og Valgerður Lilja Daníelsdóttir, f. 22. október 1974, gift Halldóri Heimi Þorsteinssyni.
Afabörn Daníels eru Aldís Ósk, Sandra Sif og Steinunn Lilja Agnarsdætur og Daníel Andri, Victor Leó og Michael Hugi Halldórssynir. Að auki á Daníel tvær langafastelpur. Daníel giftist síðar Hrafnhildi Elínu Karlsdóttir en þau skildu árið 2008.
Daníel starfaði sem lögreglumaður og lögreglufulltrúi á Akureyri stærstan hluta starfsævi sinnar. Hann var þekktur fyrir metnaðarfullt starf og var mótspyrna við framleiðslu, sölu og notkun á fíkniefnum eitt af hans stærstu hugðarefnum.
Fyrir um áratug síðan tók heilsu hans verulega að hraka og fluttist hann þá fljótlega á hjúkrunarheimilið Grund en þar ágerðist alzheimersjúkdómurinn fram að dánardegi.
Útför Daníels fer fram í dag, 4. apríl 2024, frá Akureyrarkirkju.