Fara í efni
Minningargreinar

Dagbjört Pálsdóttir

Það er með miklum trega sem við félagar í Samfylkingunni kveðjum Dagbjörtu, eða Döggu eins og hún var alltaf kölluð. Dagga var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri á árunum 2014-2016, en tók þá við sem aðalfulltrúi og sat í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins til ársins 2019. Í starfi sínu tók hún að sér ófá verkefni, var formaður fræðsluráðs, velferðarráðs, Óshólmanefndar, stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og sat þar að auki í ýmsum stafshópum og tók að sér fjölbreytt verkefni. Það er óhætt að segja að Dagga hafi brunnið fyrir auknum jöfnuði og sérstaklega því að standa vörð um hagsmuni þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Eitt af þeim verkefnum sem hún barðist fyrir var að gera skólagögn í grunnskólum Akureyrarbæjar gjaldfrjáls, það tókst og er svo enn.

Við þökkum Döggu fyrir fórnfús störf hennar í þágu samfélagsins og vottum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð.

Samfylkingin á Akureyri

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00