Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Guðmundsson

Í dag kveðjum við vin minn Sigurð Guðmundsson, Sigga Gúmm eins og hann var kallaður. Hann var svo sannarlega eitthvað annað. Líflegri og skemmtilegri mann er ólíklegt að fólk rekist á, á sinni lífsleið. Hann var alltaf til í allt og til í að gera allt fyrir alla. Vart hægt að finna frakkari, stríðnari og elskulegri mann en hann.

Ég kynntist Sigga árið 2010 þegar hann ásamt öðru góðu fólki stofnaði Bæjarlistann á Akureyri. Hann var stórhuga og var viss um að listinn myndi ná inn tveimur til þremur mönnum enda úrvalsfólk í öllum sætum. Þarna tók hann á móti mér eins og við hefðum alltaf þekkst og við urðum frá fyrsta degi miklir vinir og gátum talað um allt.

Við vorum duglegir að hafa áhyggjur hvor af öðrum, duglegir að setja hvor öðrum lífsreglurnar og sannarlega nutum við þess að spjalla saman við hvert tækifæri. Hann skammaði mann fyrir að fara út í skyrtu sem var ekki straujuð og lét mann afklæðast svo hann gæti straujað skyrtuna.

Það er hægt segja endalausar sögur af Sigga og hann var sjálfur frábær sögumaður.

Það sem ég á eftir að sakna þín kæri vinur. Hvíldu í friði elsku vinur.

Innilegar samúðarkveðjur til Njavwa, Óðins, Kolfinnu, Guðmundar, Sjafnar, foreldra, systkina, Jonnu, Selmu og Sigga. Og allra þeirra sem þessi ótrúlegi einstaklingur hafði áhrif á.

Matthías Rögnvaldsson

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00